Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 122
116
Guðm. Einarsson:
Prestafclagsritiö.
það mjög fyrir öllum framkvæmdum undirnefnda og rýrir
þýðingu þeirra.
En þrátt fyrir þessi lög, sem að vísu eru til stórmikilla
bóta, beyrast enn margar raddir i löndum þessum um,
að þau séu alls ekki fullnægjandi, og um það er rætt,
hver ráð muni bezt til þess að tryggja uppeldi barnanna
og þroskun alla.
Lögin taka litið eða ekkert tillit til þess við livaða kjör
móðirin á að búa áður barnið fæðist, eða hvernig um
barnið fer fvrsta, eða jafnvel fyrstu, ár æfinnar. Það getur
því vel verið kominn kyrkingur í barnið, svo það verði
æfilangur aumingi, áður en nokkur gefur því gaum. Þess
vegna er nú víða farið að koina á fót hælum fyrir mæður,
sem þær geta ílúið til síðustu vikur meðgöngutímans, ef
lífskjör þeirra eru mjög erfið, og svo eru börnin látin á
barnahæli eða komið til fósturs þegar móðirin fer aftur
af hælinu, ef foreldrarnir ekki geta annast það sjálf.
Yfirleilt er yfir því kvartað í nágrannalöndunum, að
einstaklingarnir hafa enn ekki fengið augun nægilega opin
fyrir þýðingu uppeldisins og skyldu þeirri, sem hvílir á
hverjum einstökum manni, til að taka þátt í baráttunni
fyrir heill barnanna. Því lögin ein eru gagnslítil, ef þjóðin
ekki stendur bak við þau, enda þólt erfitt sé, og ef til
vill ómögulegt, að framkvæma hugsjónirnar án aðstoðar
laganna.
Nú er þó svo komið hér hjá oss, að margir eru farnir
að finna til þess, að þörf er að vinna meira en gert liefir
verið til þessa fyrir börnin. Raddir eru farnar að lieyrast
um að stofna þurfi barnahæli og uppeldisheimili (fyrir
siðspilt börn), og Reykjavíkurbær hefir jafnvel lagt fram
fé til þess að undirbúa barnahælishugmyndina fyrir bæ-
inn. Þegar svo langt er komið, er nauðsynlegt að hug-
leiða vel, hvaða leiðir muni afi'arasælastar í þessu máli
fyrir okkar land. Þó barnahælin séu góð og nauðsynleg
og óumflj'janlegt sé að reisa nppeldisheimili, þá mun þó