Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 129
Frestafélagsritið.
Prestsetrin.
123
sínum, var regla, sem að eins hina síðustu áratugi átti
sér örfáar undantekningar, þar sem prestar stærstu kaup-
staðanna áttu hlut að máli. Og jafnvel í liinum jarðarík-
ustu og tekjumestu prestaköllum hugsa ég að afkoma
prestsins hafi verið mjög svo bágborin, ef hans eigin bú-
skapur ekki hefir lánast sæmilega. En þar sem búskapur-
inn aftur tókst vel, gátu prestarnir líka stundum orðið
ríkir menn, eftir íslenzkum mælikvarða. Það urðu líka
nokkrir, og leið auðvitað ekki á löngu, áður en lög-
gjöfin tók sér fyrir hendur að afstýra því, með því að
taka jarðeignir eða setja afgjald á beztu prestaköllin, sem
átti að ganga til liinna rýrari. Með því móti tókst að
rýra beztu prestaköllin, án þess þó auðvitað að bæta
hin, nema að hverfandi litiu leyti.
Það má svo heita, að fram að 1907 sé öllum þorranum
af prestum landsins aðallega launað með bújörðinni. En
með launalögunum frá því ári er gagngerð breyting gerð
á þessu. Prestar taka nú laun sín í peningum, en frá
þeirri upphæð dregst svo afgjald prestsetursins og hjá-
leigna þess, svo og prestsmata og arður af ítökum. Öll
þessi hlunnindi, sem prestar taka undir sjálfum sér sem
part af launum sínum, eru ákveðin til peninga eftir mati,
sem fer fram tíunda hvert ár. En þótt þessi breyting á
launum presta væri allmikil í principinu, var hún þó
ekki að sama skapi þýðingarmikil fyrir sveitapresta, þar
sem launin voru svo lág, að engin tiltök voru að lifa á
þeim, ekki einu sinni þegar þau voru ákveðin, og þó
hálfu siður seinna, eftir að dýrtíðin hófst. Mun því óhætt
að segja, að sveitaprestar eftir sem áður lifðu af búskap
sínum, ef þeir á annað borð lifðu sæmilegu lífi; prestsetrið
var eftir sem áður aðalparturinn af launum þeirra. Kaup-
staða- og kauptúnaprestum utan Reykjavíkur a. m. k.
veit ég aftur ekki annað en launalögin 1907 gerðu ómögu-
legt að lifa, ef þeir voru ekki svo hepnir, að taka laun
eftir eldri lögum. Var höfuðástæðan sú, að þar vantaði
prestsetrið annaðhvort með öllu, eða það var of rýrt til