Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 165
Prestafclagsritið.
Kristilegur alheimsfundur.
159
Hið fyrirhugaða þing á að vera alheimsþing. Svo er
til ætlast, að þar mæti kosnir erindrekar allra kirkju-
deilda úr austri og vestri, sem sameiginlega trúa á guðs
eilífa son fæddan í holdi. Pað er aðalatriðið. Það á að
vera kristilegt þing, gersneytt öllum áhrifum frá flokka-
skiftingum, hvort sem þær stafa frá ólíkum trúarskoðun-
um, þjóðerni eða kynþáttum. Það á að vera samtalsþing,
en ekki neitt kirkjuráð með valdi til að gefa út bindandi
játningar eða úrskurði. Hver kirkjudeild er boðin að taka
þátt í því, eftir sinum eigin trúarskoðunum, án þess að þurfa
að óttast árásir eða tilraunir lil að hafa áhrif á þær. Það
er grundvallað á þeirri skoðun, að sá timi sé nú kominn,
sem kristnir menn geti átt fund saman, án þess að deila,
geti nálgast hver annan, án þess að rekast á, og geti átt
félagsskap saman, án þess að leggja nokkuð í hættu.
Tilgangur þingsins er að taka til yfirvegunar og athug-
unar, með kristilegu umburðarlyndi og kærleika, þau á-
greiningsatriði í trúarefnum, játningum og kirkjuskipun,.
sem nú skifta flokkum, og einnig þau atriði, sem sam-
eiginleg eru. Það er trú vor, að slíkt þing geti jafnað
margan misskilning og ágreining, vakið samúð og virð-
ingu og gagnkvæmt traust og kærleika. Það er einnig trú
vor, að slíkt þing geti skapað þann hugsunarhátt, er miði
að kristilegri einingu, og verði því spor að endursamein-
ingu kristninnar. Og það er stöðug bæn vor, við kær-
leiksmáltíðir vorar, að guð blessi þessa viðleilni og láti
hana verða til þess að færa oss að minsta kosti feti nær
hinni sýnilegu einingu kirkju hans.
Við fyrsta álit virðist hér vera meira færsl í fang en
fært megi teljast. En einmitt það, hve hugmyndin er stór-
fengleg, gefur vonir um að lakast megi að koma henni í
framkvæmd. Víðtæki hennar lyftir henni upp yfir alla
smáörðugleika. Stjórnmáladeilur, menningarmismunur og
kynþáttahatur gerir smærri sameiningartilraunir erfiðar og
ógerlegar. En alheimsþing lyftir málinu upp yfir allar
skorður, sem sundurgreina þjóðirnar, lyftir því upp yfir