Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 169
Prestafólagsritið.
ERLENDAR RÆKUR.
ÚR BÓKAHEIMI SVÍA.
Af bókum, sem komu fyrir almennings sjónir með Svium
næstliðið ár, hygg ég, að engin hafi vakið jafnmikla eftirtekt og
umtal sem safn eitt af stuttum erindum eftir valinkunna menn
af öllum stéttum: r>Del andliga nulidsláget och kgikaw (f>. e. »Hið
andlega ásigkomulag nútímans og kirkjan«). En öll erindin í
bókinni hniga að þessu sama efni. Stóriðnarmaður nokkur,
Lars Yngström, verksmiðjuforstjóri í Falun, maður áhugasantur
um trúmál, hafði haustið áður kvatt ýmsa mætismenn, bæði af
guðfræðingum og leikmönnum, en jafnframt af mjög ólikum
stefnum og skoðunum, til sameiginlegrar ráðstefnu um nýnefnt
efni á svonefndri Sigtúna-stofnun. Skyldi hverjum boðsmanna
alfrjálst að láta í ljós skoðanir sinar, og gerðu þeir það líka
hispurslaust Par lögð.u orð i belg sjálfur erkibiskup Svia og
annar biskup til, liáskólakennarar, prestar, skólamenn, rithöf-
undar, blaðamenn, stjórnmála- og stóriðnarmenn o. s. frv. Helztu
erindin, sem ílutt voru á ráðstefnu þessari, voru því næst látin
koma prentuð fyrir almennings sjónir. Vöktu þau hina mestu
eftirtekt um land alt, og var varla um annað rit spurt í bóka-
búðum, en »bókina((, fyrstu tvo — þrjá mánuðina eftir framkomu
hennar. Pví öllum var forvitni á að sjá þetta erindasafn, svo
gagnólíkum skoðunum, sem þar var haldið fram, en þó með
inngangsorðum eftir sjálfan erkibiskupinn, sem vita mátti, að
hlaut að lita alt öðrum augum á hlutina en sumir þeirra, sem
setið höfðu á því orðaþingi. Hófust brátt miklar deilur um
»bókina« i blöðum og tímaritum og á opinberum mannfundum.
Ýmsum af kirkjunnar þjónum svo og mönnum úr sveit gamaltrú-
aðra leikmanna gazt litt að bókinni, og erkibiskup fékk jafnvel
margt orð í eyra fyrir að sýna sig í slíkum »selskap«, svo að
hann varð að taka pennann til þess að verja gerðir sínar; en
það gerði hann með ágætum fyrirlestri, »Er endurnýjun trúar-
bragðanna i aðsigi?« (Gá vi mot religionens forngelse?), sem