Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 172
166
Erlendar bækur.
Prestafélagsritiði.
H. F. Feilberg: »Giu aldrig labkt, Tvær ræður og þrjú erindi’
um guðrækileg efni eftir fræðimanninn past. emer. Feilberg í
Askov. Er síðasta erindið haldið um jólaleytið 1918 og heflr höf-
undur þá verið 87 ára gamall, því að hann er fæddur 1831. Elli-
mörk eru þó engin á bókinni; þvert á móti er ánægja að lesa
það, sem kemur frá penna þessa prestaöldungs.
Tvær siðustu bækurnar eru gefnar út á forlag Aschehoug & Co.i
í Ivaupmannahöfn, en sendar Prestafélagsritinu af bókaverzlum
Ársæls Árnasonar, ásamt neðangreindri bók eftir Edin Holme.
NORSKAR BÆKUR.
Eftir prófessor Lgder Brun i Kristjaníu eru á árinu 1919 út-
komnar: nJesus i hjs af historisk forskning. Et populær-viden-
skabelig foredrag« og vPaiilus’ kristelige tanker. En studiebokw.
— Vil ég eindregið ráða prestum til að eignast bækur þessar,
því af báðum má mikið læra. Hin siðari er stuttorð og greini-
leg framsetning á kenningum Páls postula, ágætt yfirlit á 160 ■
bls. En hin fyrnefnda er aðeins 31 bls. og mjög aðlaðandi og
skemtilega skrifuð. Um hana segir séra Ásmundur Guðmunds-
son í bréfi til mín: »Bók L. B. þótti mér svo góð, að ég er að
hugsa um að halda fyrirlestur um hana næsta vetur«.
Edin Holme: »Manden fra Tarsustt. Aschehoug & Co. Kristiania
1919. — Bók þessari hefir verið tekið afarvel af prestum í Nor-
egi og Danmörku. Er hún þegar komin í þremur útgáfum.
Petta er ljóöabálkur um Pál postula og er æfi hans rakin á
þann hátt, að alt fær líf og liti. Er næsta liklegt að Ijóð þessi
nái hér vinsældum. — Eftir sama höfund er áður út komið::
y>Ildprofeten«. og »Menneskesönnentt, og hafa fengið loíleg ummæli
erlendis. Eru það líka Ijóð. Telja Norðmenn sig hafa eignast
mikið trúarskáld, þar sem Edin Holme er.
»Husandagisbog av Joliannes Johnsontt. Andet Oplag 1916..
Kristiania. — í fyrra sumar heyrði ég nokkurn tíma lesið í
bók þessari og geðjaðist mjög vel að mörgu í hinum stuttu hug-
vekjum. Síðan liefi ég kynt mér bókina nánar og vanalega í
hverri hugvekju fundið eitthvað gott og fallegt, þótt ég stundum
væri ósammála guðfræði höfundarins. — Peir, sem lesið hafa;-
v>Den liellige lldtt eftir sama höfund, kannast við trúaráhugann,
sem andar að manni frá bókum þessa mikilhæfa prests og
trúboða. •
Enn má geta um bók, sem þýdd er á norsku, eftir enskan
höfund: Dr. J. E. Watls-Ditchfield: »Den arbejdende kirke. Prak-