Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 36
16
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMnEIÐlN
frá að greina. Vér verðum að leita til óljósra furðusagna um
lokahrun Lemúríu og Atlantis, ragnarök norrænnar goðafrseði
eða annarra slíkra, til að finna önnur eins átök. Sjálf mannkynS'
sagan kann hvergi frá að greina eins stórfelldri
Reiknings- styrjöld, — hvorki að því er snertir fjölda þátttak-
skilin. enda, víðáttusvið það, sem á er barizt, hergagnaut-
búnað allan og tækni, — eins og þeirri, sem nu er
háð. Fjögur stórveldi, Bretland, Bandaríkin, Rússland og K'na
auk margra minni ríkja og þjóðabrota, standa gegn öðrum fjórum
stórveldum, Þýzkalandi Ítalíu, Japan og Frakklandi, því síðast-
nefnda að vísu ekki til fulls enn sem komið er, en með þessum
stórveldum eru svo öll hernumdu löndin, hvort sem þeim er
það Ijúft eða leitt. En þó er nú þegar hafin markviss viðleitni til
að reisa á ný það, sem hrunið hefur. Hugmyndin um bandarík1
frjálsra þjóða er nú mikið rædd. Þjóðabandalagið, sem til varð
upp úr síðustu styrjöld, byggði tilveru sína á friðarsáttmálam
um í Versölum og „sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna." En þetta
tvennt reyndist óframkvæmanlegt að samrýma. Þjóðabandalagi®
gafst upp vegna síendurtekinna árekstra út af sérhagsrnunum
þjóðanna. Sjálfsákvörðunarréttur þeirra kom af stað kynþátta
dýrkun, og þessi kynþáttadýrkun varð sjálfu þjóðerninu haettU'
leg. Kynþáttadýrkunin náði hámarki sínu, þar sem fundin var
upp kenningin um útvalinn kynþátt, sem væri öllum öðrum kyn
þáttum fremri og ætti því að stjórna heiminum. Og þó er engin
sú þjóð til í Evrópu, sem ekki er sambland fleiri eða færri kyn
þátta. Jafnvel vér íslendingar, sem þó erum að likindum einna
kynhreinastir allra Evrópuþjóða vegna langvarandi einangrunat-
erum af tveim meginkynþáttum komnir, norrænum rnönnum
og Keltum, en auk þess munu fleiri kynþættir einnig eiga kier
sína fulltrúa. Engin innilokunarstefna getur til lengdar kom1
í veg fyrir þessa kynþáttablöndun þjóðanna. Vér íslendingar
komumst ekki hjá að vinna vort hlutverk í hinum miklu
reikningsskilum samtíðarinnar. í því þjóðskipulagi, sem
vændum er, mun engri þjóð, hve stórri — eða þá smárri sem
er, fært að sigla sinn eigin sjó án tillits til annarra. Vandasam
asta viðfangsefnið fyrir þjóðirnar verður því að koma ser
þann hátt fyrir í samfylgdinni, að sem mest gagn og blessun me£'
af hljótast bæði fyrir þær sjálfar og aðrar í hópnum.