Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 60
40
.FRJÁLS DANMÖRK'
BIMBEIÐIN
Ég, Henrik Kauffmann, sendiherra Danmerkur í Banda-
ríkjum Norður-Ameríku, vil því hér með lýsa yfir því,
danska þjóðin trúir nú, þótt undirokuð sé, meira en nokkru
sinni áður á stefnu þá og takmark, sem lýst er með Atlants-
hafs-yfirlýsingunni frá 14. ágúst 1941.
Danir í frjálsum löndum telja sér skyll að aðstoða eftu’
mætti í liinni sameiginlegu baráttu fyrir að sigrast á ofbeldis-
stefnu Hitlers, og fallast því á grundvallaratriði sáttmálans
frá 1. janiiar 1942, eins og hann hefði verið undirritaður a*
frjálsri danskri stjórn.
„Fulltrúaráð frjálsra Dana“ hefur í einu hljóði lýst sln
samþykkt þessari yfirlýsingu Kauffmanns og ákveðið, a®
hreytt skuli samkvæmt henni.
Danska stjórnin lét hinn 7. janúar þ. á. lesa upp í útvarpið
frá Ivalundborg langa ákæru á hendur Kauffmann sendiherra
fyrir tilraun hans til „að valda sundrungu meðal Dana °o
koma á fót svokallaðri útlaga-stjórn Dana erlendis“. Sca-
venius utanríkismálaráðherra Dana grundvallar ákæru stjórn-
arinnar meðal annars á konunglegri tilslcipan frá 13. dezeinhei
1941 til utanrikisráðherrans. í ákærunni er bréf Kauffinanns
frá 2. janúar 1942 til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna talið
nýtt dæmi þess, hvernig þessi afdankaði sendiherra reyni a®
spilla fyrir föðurlandi sínu og sé gersneyddur öllum skiln*
ingi á ástandinu heima í Danmörku, síðan hún var hertekm-
Af því þessi ákæra gefur óbeinlínis ágætar upplýsingar uin
þá erfiðleika, sem nú eru ráðandi í dönskum stjórnmálum.
skal hér gefinn nokkur útdráttur hennar, samkvæmt heimiló
vorri, sem er blaðið „Frit Danmark“ frá 15. jan. þ. á.:
Hr. Kauffmann notar það til svívirðingar dönsku stjorn-
inni, að hún var kyrr á verðinum, sem hún þó var til neyóó
vegna ytri kringumstæðna, 9. apríl 1940, í stað þess að flyJa
úr Iandi. Til þess að hnekkja þessari ásökun er nægilegt a®
minna á ávarp konungsins til dönsku þjóðarinnar 9. apríj
1940, þar sem hann tilkynnti, að danska stjórnin hefð1
ákveðið að skipa málum landsins eftir því sem liægt væri n*eð
tilliti til hertökunnar og myndi leitast við að tryggja Dau-
mörku og dönsku þjóðina sem bezt gegn böli styrjaldarinnar-
Þess vegna skyldi þjóðin hvött til að mæta þeim erfiðleikum.