Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 26
6
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
Eimreiðinni hefur borizt ritlingur einn, þar sem skýrt er fra
árás þeirri, er brezk-norskur hernaðarleiðangur gerði skyndi-
lega og óvænt á Lófóten-eyjarnar undan norð-vesturströnd
Noregs. Árás þessi var gerð 4. marz 1941, og varð af henm
allmikið tjón. Meðal annars voru mikilvægar síldarolíuverk-
smiðjur og olíustöðvar lagðar í rústir í Svolver, Stamsund og
fleiri bæjum á eyjum þessum. Sökkt var 18000 smálestum
skipa í þjónustu Þjóðverja, og af eyjunum höfðu Bandamenn
burt með sér 300 norska sjálfboðaliða og auk þess sem fanga
215 Þjóðverja og 10 Kvislinga. En Kvislingur er nú orðið fast
heiti á fylgismönnum Kvislings, hins þýzkskipaða forsætisráð-
herra Noregs.
Aðalefni ritlings þessa eru þýzk leyniskjöl, sem Bandamenn
náðu í árás þessari, og eru þar meðal annars fyrirmaeli tiI
þýzka hersins um, hvernig knýja skuli norska
Hagur heima- ritstjóra og blaðamenn til hlýðni, um sam-
þjóðarinnar vinnu hersins og þýzku leynilögreglunnar
norsku. (Cestapo) í Noregi og um það, hvermg
þýzka hernum beri að haga sér gagnvart íbu-
unum. Skjöl þessi eru birt Ijósmynduð eftir þýzku frumritun-
um, en auk þess í þýðingu á ensku. Þau gefa óbeinlínis seSi-
skýrar upplýsingar um það, hve erfiðlega gengur að beygl3
norsku þjóðina undir nýskipunina og hve mikils Þjóðverjar
telja við þurfa til þess að halda norsku þjóðinni í skefjum-
Skjölin eru samin af þeirri nákvæmni, sem einkennir Þjóð-
verja. Samkvæmt fyrsta umburðarbréfinu, dagsettu í Oslo 28.
sept. 1940, frá yfirherstjórninni þýzku I Noregi, er það viður-
kennt, að flestar stéttir og flokkar í Noregi — og þó einkum
fulltrúar samgöngu- og iðnaðarmála — séu andvígir Þjóðverj-
um og með Bretum, að undanteknum flokki nazista
„Nasjonal-Samling".
í bréfi þessu er gerð nákvæm grein fyrir stjórnskipun hins
hertekna Noregs, en æðsta stjórn landsins er í höndum lands-
stjórans (Reichskommissar), sem hefur sér til aðstoðar
ráðuneyti (R e i ch s ko mm i ss a r i a t) í þrem deildum. Þýzku
yfirvöldin ! Noregi njóta aðstoðar þýzka hersins til hverra
þeirra stjórnarframkvæmda, sem álítast nauðsynlegar, en
fyrstu og æðstu skyldur hersins eru að styðja ,,Nasjonal-Sam-