Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 78
58
ÍSLAND 1941
bimreiðiN
og sveitarstjórna, er áttu að vera seint í janúar 1942, og varð
það ásamt kaupdeilunum upp úr áramólunum til þess, a®
fulltrúi Alþýðuflokksins, Stefán Jóh. Stefánsson, gekk 11 r
landsstjórninni í janúar 1942. — Þingin samþykktu tæp
lög, sem þó voru mest breytingar eldri laga. Meðal hinna ser-
stöku laga má nefna: Lög um heimild til 10 millj. kr. innan-
landslántöku — um stríðsgróðaskatt — um sandgræðslu og
heftingu sandfoks — um ríkisstjóra íslands — um ,,fjar'
skipti" (fjarflutning tals, merkja, mynda o. s. frv.) — 11111
utanríkisráðuneyti íslands og fulltrúa þess erlendis —- 11111
bæjarréttindi fyrir Akranes — um tannlæknakennslu við ha-
skólann — landsskiptalög — um gjaldeyrisvarasjóð —
varnalög — um afla- og útgerðarskýrslur — um landnani
ríkisins —■ um heimild fyrir þegnskylduvinnu — um hus-
mæðrafræðslu — um sparisjóði — um jarðakaup ríkisins
vegna kauptúna og sjávarþorpa — um friðun æðarfugls
um varnir gegn sauðfjársjúkdómum — um söngmálastjora
þjóðkirkjunnar — um nýjan veðdeildarflokk — um ófriðar-
tryggingar — um gjaldeyrisverzlun, o. fl.
Slysfarir urðu meiri á árinu en nokkru sinni áður, og fórust
í sjó og' vötnum 143 menn, sumpart vegna hernaðarárása-
Ellefu skip fórust með öllu, og er vitað með vissu, að tvo
voru skotin í kaf, togarinn Reykjaborg og vöruflutninga-
skipið Hekla. Um togarana Sviða og Gullfoss er ekkert vitað,
en togarinn Hvassafell strandaði við Austurland. — Vegna
herstöðvanna hér var talin hætla á loftárásum, enda sást
nokkrum sinnum ein og ein þýzk flugvél fara hér yfir, °S
loftvarnamerki voru gefin. En árásir urðu þó engar.
Mannfjöldi. Bráðabirgðatalning aðalmanntalsins, sem tekið
var um land allt 2. dez. 1940, sýnir, að ibúar landsins haf1
verið samtals 121 348. (Samkvæmt ársmanntalinu var talan-
120 264). — íbúatala kaupstaðanna átta var þessi (árið áðui
í svigum): Reykjavík 38094 (38219), Hafnarfjörður 3707
(3615), ísafjörður 2863 (2788), Siglufjörður 2883 (2975),
Akureyri 5542 (5103), Seyðisfjörður 903 (917), Neskaup-
staður 1097 (1100), Vestmannaeyjar 3579 (3442). „ r