Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 93
Eimreiðin
SKÓGARBJÖRNINN
73
lofti einshvers staðar á milli Jómsvíkingabardaga og Brúðar-
fararinnar á Harðangri, berserkjadráps Grettis á Haramsey
°S Lars Goggs, eða þá Svoldarbardaga og rjómagrautsáts í
^ómudal, við kertaljós klukkan 12 á miðnætti, siðari hluta
agustmánaðar, ásaint vinum mínum, séra Grieg frá Björg\ún
°S börnum hans, Jóhanni, Erlingi og Guðrúnu (sem nú er
lv0na C. J. Hambro, þingforseta. En þá var hann aðeins stú-
'lent og hét bara Carl Jóachim). — Úr nógu var að moða.
^S allt var þetta kærkomið krydd í matinn í gamla og góða
°8 elskulega Álasundi, sem brann upp til ösku 5 árum síðar
°8 reis fegurri upp á ný eins og fugl Fönix. Stundum varð sú
laUnin á, að þetta ungæðislega og ófyrirleitna hugmyndaflug
Initt átti það til að rugla illilega í ríminu ýmsa meðalfróða
Illenn og heiðarlega hversdagsborgara. Eins og t. d. þegar ég
flufti Svoldur örlítið úrleiðis með því að skipta um nöfn í
v'a?ði eftir Per Silve og setja Langslcipsey í staðinn fyrir
^'oldarey! En Langskipsey er innarlega í fjörðum á Sunn-
niæri. Og þar sá ég auðvitað „skóg af siglum og skaraða
sbjöldu“, eins og Sivle forðum við Svoldur! — Meira þurfti
et'ki til. — En þetta er nú önnur saga. — —--
betta sumar var mér sannkallað sælusumar. Ég var eins
v°nar kaupamaður, en þó í fullkominni lausamennsku, hjá
stÆsta stjórnmálablaðinu i Álasundi i Noregi. Til ferðalaga
lmnna hafði ég ókeypis reiðhjól, — en það var dýrmætur
öUPur í þann tíð — og fríar ferðir með öllum skipum „Sunn-
lllaerafélagsins“ („blaðamennsku-farseðil"). Og svo auðvitað
Glnnig borgun fyrir ferðabréfin! En bezt var þó af öllu að
Gl8a sig sjálfur og sjálfur leiða sjálfan sig!
h-8 kannaði ókunna stigu og viða þetta sumar. Fór ég þá
n’n ahar sveitir á Sunnmæri, sem áður voru mér ókunnar.
þar er náttúra víða hikaleg mjög og stórfengleg. Há fjöll
°S hengibrött, djúpir dalir og' þröngir. Svo þröngir sums
^nðar, að áin ein fær aðeins olnbogarúm í dalbotninum.
eiur því orðið að höggva veginn með fram henni inn í snar-
lattan hamravegginn. Þannig er t. d. inni við Stafina í hin-
Uni órstutta, en hrikalega Norðangursdal.
Geirangursfjörður er innsta álma hins inikla fjarðakerfis
a Sunnmæri, er kvíslast inn úr Breiðasundi og Stórafirði.