Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 82
62
STYRJALDARDRAUMAR
EIMBF.IÐlN
mér þá að manni einum og innti hann eftir því, hvort nokl<-
urrar varúðar þyrfti að gæta um þetta efni, en hann kvað
það ekki vera.
Eins og fyrr í draumnum hvarf mér nú samhengi atburð-
anna, og vissi ég ekki fyrri til en ég var snúinn heim á leið.
einn míns liðs. Var mér þá margt i lnig út af þessum stor-
fellda fyrirburði, og stóð mér það ljóst fyrir vitund af sani-
hengi þeirra tilsvara, er ég hafði fengið, að hér væri um að
ræða nýtt tæki, ægilegra en nokkuð það, sem áður væri þekt,
og að það væri á leið til Ameríku til þess að plægja niðm
borgir Ameríkumanna. Velti ég því fyrir mér í huganum að
siðustu, hversu ég skyldi frá þessu greina í fréttum Ríkis-
útvarpsins. Við það vaknaði ég, og var þá kominn fótaferðar-
timi. Mundi ég drauminn allan mjög gerla og sagði hann
konunni minni þá þegar.
Rétt þykir mér að taka það liér fram, að ég tel mig mann
ekki berdreyminn eða draumspakan. Þó hefur mig dreynú
nokkra drauma um ævina, sem ég hef orðið að taka mark a,
með því að þeir hafa koinið fram, ýmist bókstaflega eða mj°S
berlega, þegar um líkingardrauma hefur verið að ræða. En
þeir draumar eru nú allir mjög gamlir.
Reykjavík, 5. júní 1940.
Jónns Þorbergsson■
Það vottast, að maðurinn minn, Jónas Þorbergsson, sagði niér draun'
pann, sem liér er skráður, og nákvæinlega á l>á leið, sem liann er skráðui
i aðalatriðum, nývaknaður að morgni þess 5. júní 1940.
Reykjavik, 6. júní 1940.
Sigurl. M. Jónasdóttir■
Það vottast, að Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri, sagði okkur undi'-
rituðum draum þennan, eins og liann er hér skráður í öllum höfuðatrið
um, að morgni þess 5. júní 1940, þegar eftir að hann kom á skrifstofu sina-
Reykjavik, G. júní 1940.
G. Pálsson. Árni Hallgrímsson.
Sig. Þúrðarson.