Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 53
E'MREIÐIN
SÖNGUR HINNA SIGRUÐU
33
Blóm þín eru blóði voru döggvuð,
lífgrös þín og liljur sundurtroðnar,
skjól þín öll og skógar öskubrunnin.
Flakandi sár þín svörl við himni gína,
en rauðar sleikja eldsins ægiiungur
rústirnar af borgum barna þinna.
Þú, mjúka mold, er barst oss anganölva,
unaðskenndir máttar gróandinnar,
eitrar nú loftið ódaun tættra líka
bræðra þeirra, er banaspjótum skutust.
Móðir, móðir, lostin sollnum sárum,
svívirt þú ekur geimsins hverfileið
í blindri hrylling blóðfórna og dauða.
1 gnýnum af óvinanna glæstu sigurför
heyri ég þig stynja höfgum kvalarekka,
hatri og þjáning baráttunnar nauða.
Ó, grátið, grátið meyjar Matiskónu
og myrkri hyljið ykkar hvitu brjóst.
Fel þú, dauði, dreyraslóðir þeirra,
er daghvarf gafst og myrkurhvílu brjóst.
Þú, bláa haf, er boðaföllum streymir,
brimgný og sognið kveður drápuhljómum,
eilifa tákn þess styrks, er stjórnast engu
nema lögum þeim, er leynir eðli þitt,
hryn þú nú svartri bylgju blóðgum faldi
brimröst og útsæ, slrandarmaða voga,
sigrað lyk þú sona þinna gröf.
Þú berð ei framar knerri víkingsvegu,
þú vaggar aldrei framar léttri snekkju,
brýtur ekki bylgjur silfurfalda
i snerpileik á stefni stórhugans.
Þú leikur ekki léttum stigum grunnið,
lýtur ekki í kossi að svartri fjöru,
3