Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 90
70
HETJUSKÁLDIÐ NORDAHL GRIEG
eimrcibiS
Þannig hófst kvæðið-
Skáldið hverfur í anda burt
frá vopnabraki hersveit-
anna í Norður-Noregi heim
á Eiðsvöll, hinn helga vöH
allra Norðmanna, til þesS
að halda 17. maí-hátíðina,
en nú gnæfir enginn fal11
lengur yfir Eiðsvalla graén-
skóga grundum. AÍdrei hef-
ur norska þjóðin fundið
eins sárt til þess eins og 1
dag, hve óumræðilega niik'
ils virði henni er frelsið-
Þessi sársauki verður a®
sigursöng um gervallt land-
ið, senr þó verður að varð-
veita í leyndum, undir oki
innrásarhersins. En skáldið gefur siðar í kvæðinu fyrirheit um»
að þeir, sem barizt hafi fyrir frelsi Noregs og nú hafi orðið
að hörfa, skuli koma aftur.
Norður-Noregur féll einnig í hendur óvinanna. Norska
stjórnin — og konungur Noregs — komust til Englands, og
þaðan hefur baráttunni verið stjórnað áfram. Fjöldi Norð-
manna hefur flúið óðöl sín og ættargrund til þess að taka þáH
i þeirri baráttu. Nordahl Grieg komst eiunig af landi burt-
Hann hefur sjálfur lýst lifi norsku hermannanna í Noregi og
bardögunum, bæði í Guðbrandsdalnum, á Ándalsnesi og viðar,
loftárásunum á Álasund og Molde, „blómabæinn" friðsælu 1
hinu fagra umhverfi Raumsdals, og þegar hann á leið sinni vest-
ur yfir hafið, til hins fyrirheitna lands frelsisins, sá norsku
fjöllin siga í sæ, var honum þungt um hjartað. En hatrið geg11
allri harðstjórn, ástin á föðurlandinu og norsku þjóðinm,
sigurvissan og gleðin yfir að geta og mega taka þátt í barátt-
unni fyrir sigrinum, gerir hann öruggan og bjartsýnan, þra^
fyrir ósigra og útlegð.
Hetjuljóð Nordahls Grieg eru engin ofsafengin glamuryið1
eða stórorðar ádeilur á hendur óvinunum, heldur einföld
Nordahl Grieg.