Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 25
E'MnEIÐIN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
5
Skipbrot
tessarar
kynslóðar.
Urn beztu hugsuðum nútímans, til þess, að hún verði skilin og
viðurkennd. Til þess að ísland geti orðið sjálfstæður aðili í hinu
volduga ríkjasambandi, sem nú er í smíðum, verður hin nýja
stjórnarskrá þess að taka fullt tillit til manngildis einstakling-
anna, hver sem er staða þeirra eða stétt, en ekki láta ráða hags-
rnuni pólitískra flokka, sem gera einstaklingana að tæki til að
na völdum í þjóðfélaginu. Viðburðir undanfarinna þriggja ára
^afa sannað nægilega, að takmark menningarinnar getur aldrei
verið veraldleg völd né auður. Þetta hvorttveggja er
aðeins tæki, aldrei takmark, í sannmenntuðu þjóð-
félagi. Mesta mein þeirrar kynslóðar, sem nú er að
líða skipbrot í viðburðum styrjaldarinnar, er það,
að hún hefur náð því nær ótakmörkuðu valdi yfir
^enningartækjunum, án þess að hafa öðlazt nægilegt vit til
aÓ nota þau til þess að ná takmarkinu með allri sannri menn-
lngu. Þetta takmark er hvorki völd né auður. Það er heldur
eklu líkamsstyrkur, grimmd né hraði einstaklingsins. Fíllinn,
t'grisdýrið og hindin standa manninum framar í þessu þrennu.
^að er ekki einu sinni samvinna. í henni eru maurarnir komnir
^engra en nokkur samstarfsheild meðal manna, jafnvel í ein-
^ðisríkjunum, bar sem samvinnan er treyst með opinberu vald-
°ði. Nei, takmark menningarinnar er fullkomin skynsemd, því
að hún gerir mönnum fært að leita sannleikans og finna hann,
Vakandi samvizka, svo að menn kunni til hlítar að greina rétt
ra röngu, og fegurðarþrá og iðkun fegurðar, bæði hið innra
L^^ra ' kfinu. En þessu þrennu verður ekki náð nema í frjálsu
J°ofélagi. Enginn sannleikur verður fundinn, nema að frjálst
Se að leita hans. Alveg sama á við um siðgæði og fegurð. Mönn-
Ur>um verður að vera frjálst að hugsa, starfa og skapa, ef þeir
e‘ga að geta tekið nokkrum framförum.
Hvernig mundi nú ástatt um frelsið í þeim áætlunum um
/arntíðina, sem er að finna í þeirri nýskipun, sem nú er komin
a v'ðsvegar um Evrópu og verið er að reyna að koma á meðal
annars í Noregi? Þar í landi hefur tilraunin haft það í för með
Ser asamt fleiru, að sjö biskupar hafa sagt af sér og 9000 mót-
^aslabréf hafa borizt frá norskum kennurum gegn nýskipun-
nn'. þrátt fyrir hótanir um fangelsun og þrældóm. Það er fróð-
S að athuga í fáum atriðum hvernig högum er háttað í Noregi.