Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 99
EUinEIÐIN
SKÓGARBJ ÖRNINN
79
Hinum megin við lækinn, einhvers staðar inni á milli
trjánna, brakar i kvistum og brestur í spreki. Þar er stigið
Þungt til jarðar! Ég stend grafkyrr og held andanum. Á ég að
Sruia við og' flýja — með hættuna að baki? Og langa leið fram
Ur>dan, í myrkri! Það kemur ekki til nokkurra mála. En nú er
h*ttan fram undan, fyrir neðan mig. Ég hlera og hlusta af öllum
m*tti. Þruskið færist nær neðan úr hlíðinni hinu megin, í átt-
llla upp til skarðsins — og' mín! Þungt og silalegt fótatak.
Þar er enginn ótti á ferðum. Hann veit sér enga hættu búna.
tlu manna afi og — — -—
Ég bít saman tönnunum og' herði upp hugann. Hér er að-
eins uni tvennt að ræða: duga eða drepast! Ósjálfrátt sting
hendinni í buxnavasann og rekst þar á sjálfskeiðung'
Ullnn, nýjan og snotran eskilstúna-kuta. Ekki er nú slælegt
Vopnið. Það er þó bitjárn. Og með hvítu beinskafti. —
Og °g' minnist þess, að þegar ég var smástrákur og ætlaði að
‘t'i’ast úr myrkfælni þá létti ætíð yfir mér, þegar ég tók upp
'asahnífinn og otaði honum fram fyrir nfig í myrkrinu. —
þetta var sænskt stál. Ég hleypi í mig grimmd og hörku:
„Hur svenska stálct biter,
kom, lát oss pröva pá!“
Jjg verð að gera hliðarárás. Reyna að komast fram hjá
uieinvættinni, áður en hún kemst yfir lækinn. Fara á bug við
>ana — 0g h]aUpa síðan!
t;>á skvampar í læknum. Og þarna, — þarna — rétt fyrir
Ueðan mig bregður fyrir grábrúnu ferlíki milli trjánna. —-
Éétt fyrir neðan mig!
0/ seinn!
Én nú er ekki til setunnar boðið. Ég kreppi hnefann, ota
e^kilstúna-kutanum út i loftið, rek upp ógurlegt öskur og
lendist eins og kólfi sé skotið ofan eftir á bug við björninn,
Seiu nú er kominn rétt að mér. En hann verður skjótari í
Suuningum en ég! Áður en ég kemst á hlið við hann, hefur
kann þverkastað sér í veg fyrir mig og snúið við undan brekk-
Ullni. Þag glumdi og glamraði í grjótinu og brakaði og brast
spreki og kvistum! Og fram undan mér þeyttist á þung-
auialegu brokki niður allar brekkur gömul og dauðskelkuð
f?1 áskjótt meri. Helgi Valtýsson.