Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 34
14
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimbeiðin
heldu, að ógn og hætta er búin allri norrænni samvinnu.
Frjálsir Norðmenn lýsa ógeði sinu á þessu ástandi, og eru sumu'
ómyrkir í máli. í grein eftir Norðmanninn Benjamin Vogt, sem
birtist í „Norsk Tidend“ 4. marz þ. á. kemur fram Ijóst sýnis-
horn þess, hvernig ýmsir líta nú á það mák
Noregur og hvernig komið sé norrænni samvinnu og um
norræn sam- framtíð hennar. Höfundurinn leggur áherzlu
vinna. á, að til þess að vinna aftur frelsi Noregs verði
að einbeita að því öllum kröftum óskertum,
en vísa allri hálfvelgju á bug — og bætir svo við: Samt sem
áður halda einstaka velviljaðir hrærukollar ennþá áfram a®
þvæla í sífellu um samhyggð og sameiginleg áhugamál Norð-
urlandaþjóðanna — Finnland meðtalið — en þetta er nú orðið
þýðingarlaust hjal, og fyrir löngu komið meira en nóg af svo
góðu. Á örfáum árum hefur mannkynið skipzt í þrjá aðgreinda
flokka: árásarmenn, fórnardýr og áhorfendur. NorðmenO
berjast nú fyrir lífi sínu, ásamt Englendingum, Ameríkumönri'
um og fleiri þjóðum. Á sama tíma hafa Finnar hafnað í her-
búðum ræningjanna og Svíarnir hafa hingað til bara verið
Svíar.
Öllum eru kunn þau sorglegu atvik, sem orðið hafa þesS
valdandi, að Finnar hafa lent á valdi ræningjanna. Þetta
er hörmulegt, en gömul samúð vor með Finnum má ekki villa
oss sýn eða hylja þá staðreynd, að Finnar berjast nú gegn oss-
Hjálp sú, sem Finnar veita öxulríkjunum, lengir styrjöldina
og þjáningar hinnar norsku þjóðar. Finnskir sigrar eru ósigrar
vorir og vorir sigrar ósigrar þeirra. Þess vegna skulum ver
hætta að tala um samvinnu Norðurlanda. Það er nefnilei>a
ekkert til, sem heitir samvinna andstæðinga. Þeir Norðmenn.
sem sýna öxulríkjunum og samherjum þeirra tillátssemi, jafn'
vel þótt í góðri meiningu sé gert, reka erindi óvinanna °&
gera þjóð sinni og málstað hennar bjarnargreiða. Styrjöldio
hefur rofið gömul bönd og bundið ný. Og öllum Norðmönnuo1
verður að vera það Ijóst, að vér getum ekki lifað í fortíðinnu
ef vér eigum að verða aftur sjálfstæð þjóð.
Afstaða vor til Svía er háð alveg sömu skilyrðum. Vinatta
vor og öll framkoma í garð þessara nágranna vorra í austn
hlýtur að fara eftir þvf, hvaða afstöðu Svíar hafa til málstaðar