Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 68
48
SÓLSKIN OG SUNNANVINDUR
eimreið1*'
son, föðurbróðir Þórodds. Sigurjón mun vera ljóðrænastui
allra núlifandi skálda á íslandi og þótt víðar væri leitað.
Menntamálaráð svipti hann skáldastyrk á siðast liðnu arl’
og mun sú skömm lengi uppi. — Hið aldna skáld er að hai«'
ast í heyskapnum, þegar þremenningana ber að. Sigurjon
hefur lengst af búið að Litlu-Laugum og unnið hörðuni
höndum, átt fjölda barna og komist vel af. Þremenningarnir
ræða við hann um stund, en þar eð degi hallar og kvölda
tekur, kveðja þeir skáldið og ganga heim að skólanum-
Geislar kvöldsólarinnar leika um hið aldna og ómræna skáld-
Laxá leikur á silfurstrengi. „Hnigu heilög vötn af hiniiU'
fjöllum.“ __ , , . _.
„Yzt 1 vestri solin sigur,
svanir kvaka, — heyrirðu ei?“
Öldungurinn strýkur hendi um enni sér. Ef til vill sel
hann fegurstu sýnirnar um sólarlag.
„Áin niðar, áin niðar,
eins og duni hjartablóð."
Laugaskólinn, afsprengi þingeyskrar alþýðumenningar, el
byggður í landareign skáldsins. Margir höfðu af meiru a®
taka, því að Litlu-Laugar eru lítil jörð, en létu þó ininna af
hendi rakna. Nú byggja börn Babýlonar skólann sér til bless'
unar.
Arnór, sonur Sigurjóns skálds, var fyrstur skólastjóri þesS'
arar menntastofnunar Þingeyinga, gáfaður maður og afburða
vel ritfær. Nú ræður þar ríkjum Leifur Ásgeirsson, nie5!1
stærðfræðingur þessa lands. Hann býður þeim félöguni fd
kaffidrykkju, og sitja þeir þar lengi kvölds. Ber margt a
góma, og virðist Leifur hafa víðar gert strandhögg en 1
stærðfræðinni. Þeir félagar kveðja skólastjóra með virktum
og ganga til hvílu.
Draumljúf næturkyrrðin rikir. Aðeins heyrist niður al'
innar í fjarska.
„Eins og blóð i æðum mínum
áin niðar, — heyrirðu ei?“
Hjörtur frá Rauðamýi'i.