Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 98
78
SKÓGAHBJÖRNINN1
eimreh>i!s'
„f Heiðardalnum er heimbyggð min,
har hef ég lifað glaðar stundir." —
Skárri er það nú gleðin. Og hér vildi ég ekki eiga lieima,
þótt hér væri enginn skógarbjörn! Ég blístra hátt af gremju
og ergi. Og síðan fer ég að hnoða saman hringhendu á norsku.
Það gengur vel, þegar ekki þarf að vanda til efnisins. Ég' glápi
í kringum mig og' grip á Jofti það, sem fyrir augun ber:
Bræfoss-veld i brástup-fjeld,
bakkeheld med ener.
Sommerkveld med solblátt tjeld,
sang imcllem grener.
Skitt með samhengið! Þetta er sennilega fyrsta hring-
hendan á norsku, og þá gerir minnst til, þótt hún sé hringa-
vitlaus. Þetta tekur sig út á prenti. Og fæstir karlanna vita
greinarmun á liringhendu og hrynhendu og hananú! — —
En skógarbjörninn myndi nú kjósa eitthvað kröftugra en
hringhendur. Bangsi er sveitamaður, og dugar því ekki að ávarpa
hann á „ríkisináli“ né með neinum kaupstaðar-fínheitum. Þá
er að bjóða honum rammsalta og mergjaða sveitanorsku.
— Ég stefni á skarðið og kveð við raust, — en fer smálækkandi,
eftir því sem nær dregur skarðinu:
Skoga-bjönn og skit-bjönn,
ska’-bjönn og drit-bjönn.
Larve-bjönn og lurve-bjönn,
skarve-bjönn og skurve-bjönn.
Slarve-bjönn og slurve-bjönn.
Lat-bjönn og lorte-bjönn,
fnat-bjönn og furte-bjönn.
Broka-bjönn og bukse-bjönn. —
Bamsefar og bi-akar,
brumlekar og stakar.
Gjenteskræma, geitefut,
grisedrepar, loppestut:
Eg manar deg i stokk og stein.
Statt no fast, gjer ingen mein!
Du er brun i bogen,
eg bitt deg fast i skogen!
hvísla ég lágt að lokum. Því að nú er ég kominn upp i skarðið!
Hér er bratt og þröngt. Skógurinn fyllir skarðið, og götu-
slóðar eru hér mjög óglöggir. Hér er allt hljótt og kyrrt. Og nú
er greinilega tekið að rökkva í hlíðum. í skóginum er þegar hálf
diniint. Mér léttir samt í huga. Nú hallar undan fæti vestur
af. Og ég er enn óþreyttur. Ég held af stað og hleyp við fót-
Skyndilega er sem lagt sé hnífi i gegnum mig. Hjartað í
mér tekur undir sig stöltk alveg upp í háls og hrapar síðan
óhugnaðslega langt niður á við.