Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 62
42
„FRJÁLS DANMÖRK"
EIMBEIÐlf
Þess vegna er náðarsamlegast fyrir yður lagt að tilkynna
opinberum starfsmönnum vorum erlendis, að engin önnui
Danmörk er til né verður viðurkennd en sú, sem vér stjorn-
um og stjórn vor, og að vér getum þar af leiðandi ekki nu
né siðar tekið neina þá hollustuyfirlýsingu gilda, sem ekki
er jafnframt hollustuyfirlýsing til þeirrar stjórnar, sem vc'
höfum útnefnt sein hina einu löglegu stjórn landsins.
Þessi tilskipun konungs hefur sætt nokkurri gagnrýni og
þykir næsta óvenjuleg. Telja gagnrýnendurnir, að með heniu
sé tilgangurinn sá að nota nafn konungsins svo sem ti|
áherzluauka, þvi venjan sé, að utanríkisráðherrann setji
sjálfur ofan í við undirmenn sína án afskipta sjálfs kon-
ungsins.
í Danmörku virðist baráttan í stjórnmálum snúast uni þa®’
að ríkisstjórnin sé ekki svipt þeim völdum, sem hún ásand
konungi og þingi fer með, að dómsvaldið sé áfram í höndum
Dana, og að ríkisstjórnin geri ekkert til þess að afla Þjóð-
verjum danskra verkamanna og hermanna til starfa utan
Danmerkur, þó að ekki verði komið i veg fyrir, að danskn
sjálfboðaliðar gangi í þjónustu Þjóðverja. Allt þetta er mikl'
um erfiðleikum bundið, og nú hafa Þjóðverjásinnar í Dan-
mörku krafizt, að Gyðingum þar í landi verði útrýmt ettn
föngum. Það er erfitt að sjá fyrir hvernig dönsku þjóðinm
tekst að komast heil og ósködduð út úr yfirstandandi erfið'
leikum. En óskir íslendinga munu þær, að henni megi takast
það til fulls, svo að hún verði aftur frjálst og óháð ríki-
Sveinn Sigurðsson■
Bóndi og flækingur
Þegar afli þraut í sjó,
þráfalt áður en varði,
helzt úr veslings hungri dró
hönd í bónda garði.
Reyndi h a n n að sjá um si6>
sauðnum beitti á hnjótinn.
Verrfeðrungur vergangsstig
v a I d i undir fótinn.
Sölvi, er drýgði sífellt raup,
sást ei fyrir um breytni,
fyrir snúð sinn fékk í kaup
fimmtíu arka skreytni.
Guömundur Friðjánsson.