Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 96
76
SKÖGARBJÖRNINN
EIJinElÐlN
skammt héðan. Hinum megin fjarðarins. Hann var í fjárleit
með nokkrum öðrum mönnum. Kom þá allt í einu frain a
barð, þar sem björn lá á bráð sinni, geithafri, sem hann hafði
nýdrepið og var nú að gæða sér á. Þeim varð báðum hverft
við, birninum og drengnum. En bangsi var skjótari að átta sig-
Hann reis upp á afturhrammana og keyrði drenginn undir sig-
Það varð drengnum til lífs, að leitarmennirnir voru skammt
undan og runnu á hljóðið. En svo var mikil heiftin í bangsa
og grimmdin, að hann lét eigi lausan drenginn, fyrr en gengið
var á hann með bareflum. Drengurinn var stórskenundui’-
Hafði bangsi rifið hann til óbóta á höfði og hálsi og svip1
lausu höfuðleðrinu á hnakka hans og yfir öðrum vanganum-
Ég hafði séð piltinn, er hann lá á sjúkrahúsi í Álasundi. Já, ója-
Víst gat hann verið viðsjálsgripur, skógarbjörninn. Tíu manna
afl og tólf manna vit! Svo segir alþýða manna i Noregi. Er
þetta þjóðtrú þar. Og ganga af því ótal sögur. Og það er tru
manna, að það sé ógæfuverk að níðast á skógarbirni eða
svíkja, þótt „meinbjörn" sé talinn réttdræpur, hvar sem er.
En hvað er ég að hugsa um birni. Haltu áfram, lagsi, og
kærðu þig bara kollóttan! „Hugsaðu hvorki um himin ue
jörð.“ — En hver getur látið vera að hugsa!
ógæfuverk? Maður kom frá skógarhöggi ofan af fjalli o»
mætti birni í þöngri hamraklauf. Þeir námu staðar og horfð-
ust í augu. Hvorugur þorði að snúa við, maðurinn var agn-
dofa af skelfingu. Þá vikur björninn til hliðar og leggst fast
upp að klettinum, svo að maðurinn getur smeygt sér fram
hjá honum. En um leið kevrir hann öxina i höfuð bangsa>
og varð honuin laus öxin. Maðurinn skeytti því þó ekkei t.
en hljóp til byggða allt hvað af tók. Er um var vitjað, 'a
bangsi þarna dauður með öxina í skallanum. En maðurinn
varð ólánsbjálfi upp frá þessu.
Puh! Þjóðsögur og hjátrú. — Já, auðvitað. Já, ég sagð1
rétt hjátrú! — Satt var orðið. Eintóm hjátrú.
O, jam og jæja. — Hjátrú — ha? — Hver veit. „Guð borgal
fyrir hrafninn.“ Hver veit nema skógarbjörninn eigi e1^
hvað inni hjá honum líka!
Mér iniðar vel áfram og nálgast óðum skarðið. En hvað
er að tarna, er þegar tekið að rökkva! Já, dalurinn er