Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 97
EIMREIÐIN
SKÓGARBJÖRNINN
77
])röngur, fjölldn há, og skógurinn þéttur. Allt hjálpast það að.
Og hér er sólsett fyrir löngu. Þá er eitlhvað annað heima
a íslandi. Þar er enn glóbjart um þetta leyti árs. Og ekkert
skógarmyrkur, og engir birnir. Ekki einu sinni í austfjarða-
Þokunni!
..Sole gjeng bak áse ned, — skuggan bli so lange, —“ raula
eg lágt. Já, en ekki eru birnir alltaf skæðir. Það er eðli þeirra
ílýja manninn. — Oftast, já. En ekki þó alltaf. — Ne-i. En
l)ó oftast. Já, ef maður gengur þá ekki beint fram á þá, —
eins og t. d. — Bull! Skárri væri það nú áreksturinn! —
Manstu, hvað hún sagði þér í fyrra, gamla selkonan á
^öllum? Þegar hún var unglingstelpa og selsmali, kom hún
ejtt sinn þar að, sem bangsi hafði tekið eina af geitunum henn-
ar- Stelpan varð svo frá sér af heift og bræði, að hún rauk á
öjörninn og lamdi hann með prjónahúfunni sinni! Og þá
vægði sá, sem vitið hafði. Bangsi snautaði burt á holtið, reis
l’ar upp á afturhrammana, hristi hausinn til stelpunnar og
blés i framloppurnar. — Já, þar sýndi hann tólf manna vitið.
En hún var þá aðeins stelpufifl, eins og hún sagði sjálf, hún
-^nna gamla á Völlum.
gátu þeir nú verið mannskæðir eins og t. d. — Hvaða
vitleysa. Það var nú fyrr á öldum, — veiðimenn og helsærðir
birnir. Það er nú annað mál. — Já, en pilturinn í fyrra, þarna
UPPÍ á fjallinu, — hinum megin fjarðarins. Hvaða bannsett
öjarnardella er þetta i mér! Ég er ekkert að hugsa um birni!
ES held nú ekki. Skyldi ég ekki sjá orra á leiðinni? Þeir eru
Eer öðru hvoru. En þiður sést ekki á Sunnmæri. — „Sunn-
^Uærahlíð, ég heyri þytinn þinn, og þýðir sumarvindar heim
1Uer bjóða,“ raula ég mér til afþreyingar. — „Og það hefur
'erið björn þarna uppi í hlíðunum i sumar, öðru hvoru,“
Sagði karlinn neðra.
..Haltu kjafti, Ketill,“ um alla þína birni. Ég er orðinn hund-
leiður á þeim fyrir langa-löngu!
Hn gráloppa eða vargur er hér samt ekki: Þeir voru reknir
burt úr hverri sveit og eyju á Sunnmæri fyrir nær tveimur
^annsöldrum, að því er Lars gamli á Þuríðarstöðum sagði
luer. Og nú er hann 85 ára að aldri. En björn væri hér víða
eiin, sagði hann. —