Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 28
8
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREinlN
sitt við þýzkan hermann (en þetta kvað hafa verið aigeng refs-
ing í Noregi á slíkar konur), skal sá, er þetta gerir, settur i
varðhald. Ef norskir menn gera verkfall í þýzkri þjónustu, skal
setja alla verkfallsmennina í varðhald og leiðtoga hlutaðeig-
andi verklýðsfélaga einnig, ef þess álízt þörf.
Þetta eru nokkur dæmi um afbrot og hegningar, sem við
liggja og getið er í skjölum þessum, en þau eru dagsett 28. sepf-
og 13. dez. 1940. Af fregnum, sem síðar hafa borizt frá Noregi
og birzt hafa í blaði Norðmanna „Norsk Tidend“, sem út er
gefið í London, má ráða, að enn strangari lög og fyrirmæli gdd'
nú í Noregi en þau, er þar getur í skjölum þessum, og að ekki
hafi ástandið þar í landi batnað síðastliðin tvö ár, heldur þvert
á móti farið versnandi.
Þessu til stuðnings nægir að benda á ráðstafanir Terbovens
landsstjóra og Kvisling-stjórnarinnar til þess, að allir norskir
piltar og stúlkur á aldrinum 10—18 ára skuli skyldug til
ganga f æskulýðsfélagsskap nazista til þess a®
Nýskipunin fá þar uppeldi samkvæmt grundvallarreglom
í Noregi. þeirra. Jafnframt er öllum norskum kennurum
kennslukonum gert að skyldu að uppfræða norsk-
an æskulýð samkvæmt þessum sömu reglum. En það voru
eingöngu skólarnir, sem skyldu teknir í þjónustu nýskipunar-
innar, heldur einnig kirkjan. Cegn þessari kúgun hafa risið bisk-
upar og prestar f Noregi, með erkibiskup Berggrav í fararbroddi
— svo og kennarar og kennslukonur um allt land. Kennurum,
sem ekki hafa viljað beygja sig, hefur verið sagt upp starfi og
hótað að flytja þá í erfiðisvinnu til Finnlands, Norður-Noregs
eða Þýzkalands. Kvalheim, formaður Kennarasambandsins
norska, og fleiri kennarar hafa þegar verið settir í varðhald.
Lagaboð Kvislings um skyldu norsks æskulýðs til að ganga
í æskulýðsfélagsskap nýskipunarinnar hefur valdið geysilegrl
gremju í Noregi. Það hafði þegar áður verið grunnt á því góða
milli kirkju og ríkis, og í október 1940 heimtaði menntamála'
ráðherra, Culbrand Lunde, að Berggrav biskup yrði sviptur
embætti. En Terboven landsstjóra hinum þýzka þótti það þa
ekki tímabært. Fyrirmælin um nýskipun æskulýðsins norska ur^u
til þess að hella olíu í eldinn. Sunnudaginn 1. febrúar þ- a'
skyldi Arne Fjellbu dómprófastur messa í Þrándheims-dóm-