Eimreiðin - 01.01.1942, Blaðsíða 116
96
RITSJÁ
F.IMHF.IDIN'
við menningarleysi og sóðaskap
fyrri tima og þetta dæmt út frá
sjónarmiðum 20. aldar mannsins.
En mjög iítið er um lýsingar á liin-
um bjartari fyrirbærum lífsins í
gamla daga, menningu og menn-
ingarviðleitni Jieirra tíma, sem vit-
anlega var ])á lika til, þótt í öðru
formi væri en nú. Víða kemur frá-
sögnin i bág við aðrar heimildir, og
skulu hér nefnd örfá dæmi:
Guðrún, móðurmóðir J. E., er á
bls. 1 talin Magnúsdóttir í Hellis-
holtum, en mun liafa verið Guð-
mundsdóttir. Guðrún þessi var að
sögn ættfróðra manna systir Mar-
grétar á Fossi, ömmu séra Ingimars
Jónssonar, áður prests að Mosfelli
og eiginmanns frú Elinborgar
Lárusdóttur, er skráð hefur cndur-
minningar þessar.
A bls. 78—79 í þessu endurminn-
ingasafni er mjög látið skína í ó-
gestrisni Jóns Árnasonar i Þorláks-
höfn og konu hans, er þeir koma
þangað þrcyttir og slæptir, Jón Ei-
riksson og faðir iians. Fengu þeir
hvorki vott né þurrt hjá húsbænd-
unum á bænum, þótt þeir sitji i
baðstofu með heimilisfólkinu allt
kvöldið og einnig þegar því er
skammtað, en ein vinnukonan misk-
unnar sig yfir Jón og gefur honum
vatnsgrautarlepru í aski. Nú er það
kunnugt af öðrum heimildum, að
Jón Árnason i Þorlákshöfn og kona
hans voru bæði mjög gestrisin, og
nutu vermenn þeirrar gestrisni
margsinnis, er þeir komu þreyttir
og svangir til vers, enda var Jón
Árnason gerður að dannebrogs-
manni meðal annars fyrir hjálpfýsi
sína og gestrisni.
Frásögnin um fyrirhugað ástar-
ævintýri J. E. (bls. 114 o. n.) kemur
að lcunnugra sögn illa heim við
staðrcyndirnar. Guðriður sú, sem
þar er sögð heitbundin Jóni ríka 1
Móhúsum og þá hafi verið ekkju-
maður og gamall orðinn, gerist
næsta tillátssöm við söguniann,
sem þá er sagður sjómaður bju
Hanncsi i Roðgúl eða Rauðkuhól-
En Jón riki i Móhúsum varð aldrci
ekkjumaður, því Guðríður, kona
lians, lifði hann í 5 ár. En svo eI
önnur atkvæðameiri skekkja viö
þessa frásögn: Jón Eiríksson er
fæddur 1854 og er 19 ára, er Guð-
riðar-ævintýrið gerist. Jón ríki dó
1849 og hafði því legið í gröf sinni
í 24 ár og kona hans, Guðriður, 1
19 ár um það lcyti sem J. E. el
sagður hafa reynt ástir við þáver'
andi heitkonu hans. Ekki virðisi
það lieidur vera rétt, að .1. E. hafj
um þessar mundir róið hjá Hannesl
í Roðgúl, því Hannes sá var þá a®'
eins barn að aldri (9 ára, fæddur lá-
sept. 1864).
Fieira mætti nefna, sem sýnir, a®
minni sögumanns hafi verið mjö^
farið að bila, er hann lét rita þeSS
ar endurminningar sínar. Þvi e'vkl
er ráð fyrir öðru gerandi en minn's
bilun, uin vítaverða ónákvæmni f>a
sagnarinnar. Skáldkonan Elinboi»
I.árusdóttir mun ekki hafa æi'a*'
sér að iðka sagnaritun og skóld
sagnagerð i sama ritinu. Slíkt leið11
út í ógöngur og er þvi scm næst 0
gerningur, ef fullnægja á öllu rétt
læti. Mætti nefna þess dæmi, al
höfundum bæði innan lands og u
an hafi orðið hált á þcirri aðfer®-
Elinborg Lárusdóttir er líka S'1
hugkvæmur höfundur, að imyndun
araflið eitt mundi henni nægja- t’a
hefur hún sýnt með skáldsöguW
þeim, er hafa eftir liana birzt.