Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 23

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 23
GUNNAR J. GUNNARSSON skyldan er ekki virk í trúarathöfnum, s.s. kirkjugöngu og bæn. Sum barnanna hafa þó kynnst trúariðkun hjá afa sínum og ömmu. Reynsla flestra þessara barna af kristindóminum er því að miklu leyti bundin við skólann og er því að mestu vits- munaleg og skortir hina tilfinningalegu og félagslegu hlið. Um helmingur barnanna tilheyrði þessum hóp. Þriðji hópurinn einkennist af því að fjölskyldur barnanna hafa neikvæða af- stöðu til trúarlegrar lífsskoðunar. Hinu trúarlega er hafnað og veröldin guðlaus. Trúarlegar athafnir gegna engu hlutverki. Sum barnanna eru óskírð og foreldrarnir tilheyra í sumum tilfellum ekki þjóðkirkjunni. Hluti hópsins segist þó hafa rætt trúarlegar spurningar við foreldra sína. Þau hafa því nánast eingöngu kynnst kristin- dóminum í skólanum og eiga erfitt með að skilja trúarlegt lífsviðhorf og viðurkenna það. Um það bil 1/6 tilheyrði þessum hóp (Munksgaard 1980:67-118). I framhaldi af flokkun sinni ræðir Munksgaard mismuninn á hópunum nánar út frá félagssálfræðilegu sjónarhorni. Hann leggur á það áherslu að meginmunur- inn á börnunum í könnuninni snúist ekki um vitsmunalegan skilning þeirra og þekkingu heldur fremur um skilning þeirra á því hvað trú er og hvaða gildi hún hefur fyrir einstáklinginn. Ástæðan fyrir þessum mun er sú að umhverfi barnanna hefur mótað þau mismunandi. Tileinkun hins trúarlega er félagslegt ferli og þar skipta „samsömunin" og „eftirlíkingin" meginmáli. Þar sem hið trúarlega er virkur þáttur í umhverfi barnsins samsamar það sig þeim þætti og líkir eftir því sem for- eldrar og aðrir gera. Þar sem þennan þátt vantar er ekki um slíka samsömun að ræða. Það hefur síðan afgerandi áhrif á hvernig barnið túlkar og skilur kristindóms- fræðsluna í skólanum (Munksgaard 1980:119-149). Niðurstöður Munksgaards eru um margt athyglisverðar og sýna hve mikil- vægu hlutverki fjölskyldan gegnir í trúarlegri uppeldismótun og fræðslu. Börn sem búa við aðstæður þar sem hið trúarlega skipar lítinn sess í daglegu lífi bæði upplifa og skilja kristindómsfræðslu skólanna á annan hátt en börn þar sem trú og trúar- iðkun er lifandi og eðlilegur þáttur í daglegu lífi. Það er ekki víst að það sé svo mikill munur á vitsmunalegri þekkingu en það virðist vera munur á skilningi á gildi eða mikilvægi trúarinnar í lífi fólks og einnig varðandi trúarlega iðkun og afstöðu. Áhrif trúarlegrar uppeldismótunar í fjölskyldunni Þessi dæmi frá nágrannalöndunum sýna hve mikilvæg sú trúarlega uppeldismótun er sem fram fer í fjölskyldunni. Hún virðist hafa veruleg áhrif varðandi tilfinninga- lega tileinkun trúarinnar sem og félagslega iðkun hennar og samsömun og þá um leið skilning á gildi trúarinnar fyrir einstaklinginn. Niðurstöður Björns Björnssonar og Péturs Péturssonar í rannsókn frá árinu 1986 á trúarlífi íslendinga benda í sömu átt. Þeir segja: „Þessar niðurstöður styðja þá kenningu að grundvöllur að trúarlegri mótun sé lagður innan veggja fjölskyldunnar. Aðrir aðilar, skóli, fjölmiðlar, félagar og samtök, koma síðar við sögu og geta í vissum tilvikum breytt hinum trúarlega bernskugrundvelli varanlega" (Björn Björnsson og Pétur Pétursson 1990:53-54). Mikilvægi trúarlegs uppeldis innan fjölskyldunnar virðist staðfest með þeim gögnum sem ég hef verið að vinna úr. í rannsókn minni spurði ég börnin hvort lesið hefði verið fyrir þau kristilegt efni áður en þau urðu læs. Ég leyfi mér að líta á 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.