Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 101

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 101
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON námskeiðið hafi verið mjög gott en getur ekki tilgreint neitt sérstakt sem honum fannst áhugaverðast. Annar tekur undir: „Mér fannst námskeiðið í heild mjög skemmtilegt og lærdómsríkt en ekkert sérstakt sem ég man eftir að stæði uppúr." En hann bætir svo við: „Þessi vinnubrögð voru alveg ný fyrir manni." Virðing fyrir börnum, verkum þeirra og sköpunarmætti þeirra vakti athygli: Það var tnjög áhugavert að sjá lwað kom mikið fram af pví sem sýnir sköpunar- hæfileika barna og frumleika og að hugsun peirrafær að njóta sín. Hugsun peirra og verkum var sýnd mikil virðing. Frásagnir leiðbeinenda af því hvemig þeim fannst að kenna með þessum vinnu- brögðum finnst einum þátttakenda vera mjög mikils virði og einna áhugaverðast. Þátttakendur kunna greinilega vel að meta þegar leiðbeinendur miðla af eigin reynslu, annar viðmælandi víkur einnig að þessu: „Mér fannst það hvemig þau [leið- beinendurnir] sögðu að það hefði verið í reynd. Hvernig þeim fannst að kenna þetta hafa verið áhugaverðast. Það hafi verið það sem kom að beinum notum." Annar leggur áherslu á efnið sem þátttakendur fengu í hendur: „Mér fannst þetta mjög líflegt námskeið. Það var mjög góð námsefnismappa sem var lögð fram á námskeiðinu. Mér fannst það mjög skipulagt og áhugavert þetta námsefni." Og annar leggur áherslu á gildi þess að öðlast eigin reynslu: „Einnig þurfti maður að prófa á sjálfum sér." Hjá samkennurum sem sóttu námskeiðið jókst sameiginlegur skilningur á grund- vallarhugmyndum að baki kennslunnar. „Námskeiðið veitti tækifæri til að læra að hugsa upp á nýtt", segir einn þátttakandinn og „að útfæra hugmyndir í starfi". Þegar svörin við þessari spurningu um hvað var áhugaverðast og minnisstæð- ast við námskeiðið Nýsköpun eru dregin saman sést að margir þátttakendur segja að námskeiðið hafi verið gott, skemmtilegt, lærdómsríkt og vel úr garði gert. Hagnýting Viðmælendur taka fram að námskeiðið hafi haft áhrif á viðhorf þeirra. „Mér fannst þetta sýna manni að hægt er að gera ýmislegt", segir einn þeirra og annar tekur fram að afrakstur námskeiðsins skili sér í skapandi starfi með nemendum. A þessu námskeiði var lögð áhersla á að þátttakendur vinni sjálfir að samskonar viðfangs- efnum og nemendur þeirra eiga að gera. Þetta skilaði sér greinilega vel. „Það er mjög „praktískt" að fá að prófa allt ferlið frá upphafi til enda", segir einn þeirra. Og fleiri taka undir það að þeim hafi þótt mjög gott að fara eftir leiðbeiningum í verk- efnamöppu sem allir fengu í hendur á námskeiðinu. „Mér fannst mjög sjaldan að ég hefði viljað gera hlutina öðruvísi en sagt var í leiðbeiningunum." Á þessu námskeiði var ekki gert ráð fyrir að þátttakendur hittust aftur að námskeiði loknu og ekki var gert ráð fyrir formlegu sambandi við kennarana eftir námskeiðið. í viðtölunum kemur fram að fólk er ekki mikið farið að nota efnið í kennslu og er að tala um að það krefjist undirbúnings og fleira í þeim dúr, svo að ef til vill má álykta sem svo að hvatning til nýbreytni verði minni þegar fólk kemur ekki saman að námskeiði loknu til að miðla reynslu sinni. Sumir höfðu þó hafist handa þegar hringt var í þá. Einn tekur fram að hann hafi ekki prófað þetta en geti vel hugsað sér það næsta vetur. 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.