Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 103

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 103
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON Stærðfræðinám í upplýsingasamfélagi nútímans Tekið skal fram að þessu námskeiði var ekki lokið þegar viðtöl voru tekin og því má gera ráð fyrir samkvæmt námskeiðslýsingu að áhersla á hagnýtingu hafi vaxið er leið á námskeiðið. Áhugaverðast og minnisstæðast Kennslan á námskeiðinu fór fram bæði staðbundin fyrir allan hópinn í Kennarahá- skólanum og jafnframt heimsóttu leiðbeinendur kennarana í skólana. Námskeiðið stóð yfir í eitt skólaár. Gert var ráð fyrir að kennarar kynntu samkennurum sínum efni námskeiðsins og stæðu á þann hátt fyrir þróunarstarfi í skólunum. Þetta fyrir- komulag kallaði á samstarf sem þótti mjög áhugavert, þó efnið fæli ekki í sér ný- breytni fyrir alla. Svör þátttakenda um hvað hefði verið áhugaverðast lúta meðal annars að nám- skeiðsforminu, að byggt var á þátttöku kennarahópa úr þremur skólum, 3-5 úr hverjum skóla. Kennari lýsir kostum þess fyrirkomulags: ... þvíað maður veit aðþegar maðurfer einn úr skóla á námskeið er mjög erfitt að ætla að taka upp eitthvað ákveðið sem maður hefur kynnst þar. Ekki nema maður sé þeim mun meira lifandi karakter í skólanum... Ef enginn annar hefur áhuga á því efni getur þetta verið mjög erfitt. Þegar fleiri fara hins vegar úr sama skólanum eru meiri líkur á að maður vinni með það sem maður hefur verið að læra og að það verði í rauninni hluti af skólastarfinu... Á þessu námskeiði er hins vegar hreinlega gert ráð fyrir því. Þegar við sækjum um námskeiðið fáum við eiginlega leyfi hjá sam- kennurunum til aðfara, með það að markmiði að við ætlum aðfá þá til samstarfs. Einn þátttakandi telur áhugaverðast hve vel námskeiðið hafi nýst til að hreyfa við kennarahópnum í skólanum þar sem hann kennir: „Það eru allir í óðaönn hérna að prófa nýjar leiðir, að leggja annars konar dæmi fyrir börnin en hefðbundin. Það er það sem mér finnst áhugaverðast við þetta." Annar þátttakandi svarar spurningu um hvað honum hafi fundist áhugaverð- ast á þessa leið: „Sérstaklega áhugavert er að þetta er námskeið sem gerist að mestu leyti úti í skólanum sjálfum og með obbanum af kennurum." Enn einn viðmælandi lýsir áhrifum námskeiðsins þannig að honum hafi í fyrstu fundist „þarna vera mikið tal um hlutina" en síðar hafi sér orðið ljóst að námskeiðið hafi orðið hvatning til meiri umhugsunar um stærðfræðina en fyrr. Mismunandi var hve miklar nýjungar námskeiðið fól í sér, samanber svar þessa þátttakanda: Það var nú fátt nýtt á þessu námskeiði fyrir mig enda hef ég töluverða reynslu á þessu sviði þannig að það var í sjálfu sér mjög fátt nýtt. Það sem var kannski nýj- ast var að fara inn á Internetið og skoða þar og sjá hvaða möguleikar voru þar. Það var í rauninni það eina sem var beinlínis nýtt fyrir mig. Sérstök aðferð sem kynnt var á námskeiðinu þótti sumum áhugaverð: Það var þarna þessi hugmyndafræði, Cognitive guided instruction, mér fannst það mjög forvitnilegt. Það ýtti manni svolítið af stað. Ég veit ekki hvort það skiptir máli, en ég er ekki með bekkjarkennslu, en ég er með sérkennslu. Ég hef hugsað þetta fyrir þá krakka sem ég er með sem eru með þessa erfiðleika. 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.