Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 106

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 106
ÁRANGUR SEM ERFIÐI? verkefnum með nemendum og fjölbreyttum dæmum sem þeir telja að eigi rót sína að rekja til námskeiðsins. Á námskeiðinu Að kenna hvatti formið einnig til nýbreytni. Gert var ráð fyrir endurkomu seint á haustönn þar sem þátttakendur gerðu grein fyrir tilraunaverk- efnum sínum. Þessi endurkoma virðist hafa verið mikil hvatning til nýsköpunar, hún hvatti kennara til að „drífa í þessu", svo að notuð séu orð eins þátttakenda. Tólf af nítján viðmælendum tilgreina í viðtölum verkefni sem þeir byggðu beinlínis á hugmyndum frá námskeiðinu. Nýsköpun var ekki fylgt eftir með leiðsögn. Hins vegar fengu þátttakendur í hendur ítarlegar leiðbeiningar og verklýsingar til að vinna eftir sem reyndust þeim mjög gagnlegar. Sjö af níu viðmælendum segja frá verkefnum sem þeir unnu sam- kvæmt þessum leiðbeiningum. Námskeiðið Að spyrja var með allt öðru sniði. Eins og fram hefur komið var yfir- lýstur tilgangur þess að kynna hugmyndir þekktra heimspekinga og vekja þannig þátttakendur til umhugsunar um menntun og gildi hennar. Óhætt er að fullyrða að þessu markmiði hafi verið náð ef marka má það sem fram kom í viðtölum. Þar eru eindregnar yfirlýsingar í þessa veru, þar sem lögð er áhersla á hversu mjög nám- skeiðið hvatti til íhugunar, lesturs, pælinga og síðast en ekki síst nefna sumir að þeim finnist þeir hugsa á annan hátt en áður um menntun og skólastarf. Því má segja að þetta námskeið hafi, þrátt fyrir akademíska nálgun, snert þátttakendur persónulega. Það er óhætt að fullyrða að námskeiðsformin, svo ólík sem þau voru, hafa haft áhrif. Ólík viðfangsefni kalla á mismunandi form, t.d. hefur tímalengd greinilega skipt máli. Námskeiðið Að spyrja krafðist erfiðs lestrar af þátttakendum sem nefna að hann hafi verið tafsamari en annar lestur. Stærðfræðinám stóð lengst yfir og krafðist þess beinlínis þar sem verið var að fylgja breyttum kennsluháttum eftir á vettvangi. Þá er mjög athyglisvert hve hátt hlutfall þátttakenda (73%) lýsir verkefnum í kennslu sem rekja má beint til námskeiðanna og þar hefur ýmislegt ýtt undir, eins og áður hefur komið fram. Því er báðum spurningum svarað játandi, námskeiðsform hafa haft áhrif og margt hagnýtt í kennsluháttum má rekja beint til námskeiðanna. Ein spurninga okkar sneri að því hvort áhrif námskeiðanna væru skammvinn eða langvinn. Aldrei var ætlunin að gera úr þessu langtímarannsókn, þó það væri vissulega verðugt, en upprunalega stóð til að fylgja þátttakendum eftir nokkuð lengur en raunin varð. Nú þegar hefur komið fram að margir viðmælendur lýstu fjölmörgum hagnýtum áhrifum þann vetur sem fylgdi í kjölfar námskeiðanna. Við getum hins vegar ekkert sagt um hve langvinn áhrifin voru eða verða á grundvelli þessarar athugunar. Fram hefur komið að langflestir kennarar hafa nýtt sér efni námskeiðanna að einhverju marki. Þrátt fyrir það nefna kennarar ýmsar hindranir í vegi þess að nýta sér efni námskeiðanna og höfum við dregið þær saman í tvo flokka, sem nefna má stuttlega innri og ytri hindranir. Eins og fram hefur komið sóttu flestir kennarar námskeiðin af eigin áhuga. Hafa þarf í huga að áhrif á athafnir takmarkast við yfirráðasvið kennarans. Þó að kennari komi með ferskar hugmyndir sem hann telur eiga erindi til annarra er ekkert sem tryggir að áhrifin nái út fyrir það verksvið innan skólans sem hann hefur forræði yfir. Beita má tveimur hugtökum til að skýra þetta betur; þ.e. athafnastyrkur einstaklinga og svigrúm til athafna sem skapast 104
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.