Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 125

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 125
SÓLVEIG JAKOBSDÓTTIR og upplýsingatækni, en eins og áður er lýst hafa innlendar kannanir eindregið bent til þess að piltar/karlar noti tölvur og/eða Netið mun meira en stúlkur/konur (For- sætisráðuneytið 1999a, Forsætisráðuneytið 1999b, Inga Dóra Sigfúsdóttir 17.4.1998, Sólveig Haraldsdóttir og Svava Guðjónsdóttir 1997, Sólveig Jakobsdóttir o.fl. 1998). Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt töluverðan kynjamun, drengjum í hag, í tölvutengdum viðhorfum og færni, tölvuaðgengi heima fyrir og ekki síst í notkun tölva (Kay 1992, Sutton 1991). Aðrar erlendar rannsóknir hafa þó leitt í ljós hið gagnstæða eða ekki sýnt marktækan mun (Kay 1992, Sutton 1991). Því þarf að auka skilning og þekkingu á því hvers vegna kynjamunur kemur fram hjá tölvunot- endum. Sú rannsókn sem fjallað er um hér hefur eftirfarandi markmið: (a) Að kanna hvort um kynjamun sé að ræða meðal nemenda varðandi tölvunotkun, færni og viðhorf hér á landi, (b) að leitast við að skýra hvers vegna kynjamunur kemur fram og (c) að auka þekkingu á tölvumenningu íslenskra skóla. AÐFERÐ Áður en rannsóknin sjálf fór fram var gerð forkönnun til að prófa þá spurningalista sem hannaðir voru, en markmið voru þau sömu og í aðalrannsókninni. Verður hér gerð grein fyrir helstu niðurstöðum forkönnunarinnar. Forkönnun Þátttakendur Forkönnunin var unnin í samvinnu við nemendur við Kennaraháskóla íslands sem söfnuðu gögnunum og skrifuðu B.Ed.-ritgerð sem byggði á niðurstöðum úr verk- efninu (Alma Frímannsdóttir og Margrét Sigurvinsdóttir 1999). Rannsóknin var gerð í sex grunnskólum á Vestfjörðum en þeir skólar voru valdir vegna búsetu þeirra sem söfnuðu gögnunum. Vegna smæðar skólanna var ákveðið að hafa alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk með í rannsókninni, þ.e. einn bekk í hverjum árgangi, nema í stærsta skólanum, þar sem valinn var tilviljunarkennt einn bekkur úr hverjum árgangi. Af þeim 213 nemendum sem skráðir voru á unglingastiginu svöruðu 198 (93%) könnuninni, þar af 103 stúlkur og 92 drengir (kyn ekki gefið upp í þremur tilvikum). Úr 10. bekk voru 36% nemenda, 34% úr 9. bekk og 30% úr 8. bekk. Gagnasöfnun Spurningalistar fyrir nemendur og skólastjórnendur voru hannaðir til að safna upp- lýsingum um tölvunotkun nemenda, færni þeirra (sjálfmetna) og viðhorf tengd tölvum, svo og um þætti sem fyrri rannsóknir bentu til að gætu haft áhrif á hvort kynjamunur kæmi fram á ofangreindum sviðum. Framkvæmd Spurningalisti var lagður fyrir nemendur á skóladögum í maí. í júní var sendur spurningalisti til viðkomandi skólastjóra og m.a. spurt um tölvukost og tölvunotkun í 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.