Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Qupperneq 168

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Qupperneq 168
SKÓLINN O G FÉLAGSLEGAR FRAMFARIR Með tilliti til menntunar merkir þetta að þessi störf í skólanum eiga ekki að vera einber hagnýt ráð eða vanabundnir starfshættir, svo að nemendur öðlist betri tæknilega færni sem matreiðslumenn, saumakonur eða trésmiðir, heldur eiga þau að vera virkar miðstöðvar vísindalegs skilnings á náttúrlegum efnum og ferlum, út- gangspunktar sem börnin verði leidd frá til skilnings á sögulegri þróun mannsins. Raunverulegri þýðingu þessa verður betur lýst með einu dæmi sem tekið er úr raunverulegu skólastarfi heldur en með almennri orðræðu. Ekkert verkar undarlegar á meðalgreindan gest en að sjá drengi jafnt sem telp- ur á tíu, tólf og þrettán ára aldri upptekin við að sauma og vefa. Ef við skoðum þetta frá því sjónarmiði að drengirnir séu að búa sig undir að festa tölur á og bæta föt þá fáum við þrönga nytsemishugmynd - grundvöll sem tæplega réttlætir að þessari tegund vinnu sé gert hátt undir höfði í skólanum. En ef við skoðum það frá annarri hlið sjáum við að þessi vinna gefur útgangspunktinn þaðan sem barnið getur fylgt framförum mannkyns í sögunni og jafnframt fengið innsýn í efnin sem notuð eru og þau tæknilegu lögmál sem koma við sögu. I tengslum við þessi störf er söguleg þróun mannsins endurtekin í höfuðatriðum. Til dæmis fá börnin fyrst í hendur hráefnið - hörirtn, baðmullarplöntuna, ullina eins og hún kemur af kindinni (enn betra ef við gætum farið með þau á staðinn þar sem kindurnar eru rúnar). Síðan eru þessi efni rannsökuð frá því sjónarmiði hvernig hægt er að nota þau. Til að mynda er gerður samanburður á baðmullarþræðinum og ullarþræðinum. Ég vissi það ekki fyrr en börnin sögðu mér það að ástæðan fyrir því að baðmullariðn- aðurinn komst svo seint á legg samanborið við ullariðnaðinn er sú að það er svo afar erfitt að losa baðmullarþráðinn frá fræjunum með höndunum. Börnin í einum hópnum unnu í hálftíma við að losa baðmullarþræðina frá fræbelgnum og fræjun- um og tókst að ná út tæpri únsu. Þau áttu hægt með að trúa því að ein manneskja gæti aðeins hreinsað eitt pund á dag með höndunum og skildu hvers vegna forfeð- ur þeirra klæddust ullarfötum í stað baðmullarfata. Meðal þess sem þau uppgötv- uðu að hefur áhrif á hlutfallslegt notagildi baðmullar og ullar var hve stuttur baðm- ullarþráðurinn er samanborið við ullarþráðinn, sá fyrri að meðaltali um einn þriðji úr tommu að lengd en sá síðari allt að þrjár tommur; einnig að baðmullarþræðirnir eru sléttir og loða ekki saman en ullarþræðirnir loða saman sökum þess að ullin er gróf og auðveldar það spunann. Börnin réðu fram úr þessu sjálf með hinu raun- verulega efni og aðstoð spurninga og hugmynda frá kennaranum. Síðan lögðu þau sig eftir þeim aðferðum sem nauðsynlegar eru til að búa til klæði úr þráðunum. Þau fundu aftur upp fyrstu kambana til að kemba ullina - tvö bretti með oddhvössum pinnum í til að klóra hana sundur. Þau fundu aftur upp einföldustu aðferðina til að spinna ullina - gataðan stein eða annan þungan hlut sem ullin er látin fara gegnum og dregur út þráðinn þegar honum er snúið hratt. Næst fundu þau upp snælduna sem var snarsnúið á gólfinu meðan bömin héldu ullinni í höndunum þar til hún var smám saman dregin út og undin upp á hana. Síðan er bömunum kynnt sú uppfinning sem er næst í sögulegri röð og hún fundin út með tilraunum svo að nauð- syn hennar verði ljós. Áhrif hennar eru rakin, ekki aðeins á þessa sérstöku iðngrein heldur einnig á samfélagslega lifnaðarhætti - og fæst þannig yfirlit yfir allt ferlið fram til hins alhliða vefstóls nú á dögum og allt sem fylgir beitingu raunvísinda við nýtingu 166
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.