Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 170

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 170
SKÓLINN O G FÉLAGSLEGAR FRAMFARIR ekki fengið neitt tækifæri til að þroska ímyndunarafl og samúðarskilning varðandi þau félagslegu og vísindalegu gildi sem er að finna í starfinu. Sem stendur eru þær hvatir sem liggja til grundvallar iðnaðarkerfinu annaðhvort vanræktar í reynd eða hreinlega afskræmdar á skólatímanum. Þar til meðfæddir hæfileikar til að smíða og framleiða eru teknir skipulegum tökum á bemsku- og unglingsárum, þar tii þeir eru þjálfaðir í félags- legar áttir, auðgaðir með sögulegri túlkun, þeim stjómað og varpað ljósi á þá með vís- indalegum aðferðum, emm við vissulega ekki í neinni aðstöðu til jafnvel að finna or- sakir efnahagsmeina okkar, hvað þá að fást við þær á árangursríkan hátt. Ef við förum nokkrar aldir aftur í tímann finnum við raunverulega einokun á lærdómi og þekkingu. Orðið eign á lærdómi og þekkingu er reyndar viðeigandi. Lær- dómur og þekking voru stéttarmál. Þetta var óhjákvæmileg afleiðing félagslegra aðstæðna. Það var engin hugsanleg leið fyrir almenning að hafa aðgang að bóklegri þekkingu. Þekkingin var geymd og falin í handritum. Af þeim voru aðeins fá til þegar best lét og það þurfti langan og erfiðan undirbúning til að geta notfært sér þau. Óhjákvæmilegt var að við þessar aðstæður kæmi fram lærð stétt æðstu presta sem héldu vörð um fjársjóð sannleikans og útdeildu honum til almennings með ströngum takmörkunum. En þetta hefur breyst og það er bein afleiðing iðnbylting- arinnar sem hér hefur verið fjallað um. Prentlistin var fundin upp; hún var gerð að verslunarvöru. Bækur, tímarit og dagblöð margfölduðust og urðu ódýrari. Með til- komu eimreiðarinnar og ritsímans mynduðust tíð, hröð og ódýr sambönd og sam- skipti með pósti og rafmagni. Ferðalög hafa verið auðvelduð; fólki hefur verið gert óendanlega miklu auðveldara að hreyfa sig, með gagnkvæmum skoðanaskiptum sem því fylgja. Afleiðingin hefur orðið bylting á sviði hugmynda og hugsunar. Þekking hefur verið ,sett í umferð'. Þótt enn sé til, og verði sennilega alltaf, sérstök stétt sem fæst sérstaklega við rannsóknarstörf, er útilokað að héðan í frá verði til sérstök lærðra manna stétt. Það er tímaskekkja. Þekkingin er ekki lengur óbifanleg storka; hún er orðin fljótandi. Hún er á fleygiferð í öllum straumum samfélagsins sjálfs. Auðvelt er að sjá að þessi bylting, hvað varðar efnivið þekkingarinnar, hefur í för með sér greinilega breytingu á viðhorfi einstaklingsins. Örvandi áhrif af vits- munalegu tæi hellast yfir okkur með alls konar móti. Líf sem er eingöngu vitsmuna- legt, líf fræðimennsku og lærdóms, fær þannig mjög breytt gildi. Orðin ,academic' og ,scholastic' eru að verða skammaryrði, í stað þess að vera heiðurstitlar. En allt þetta þýðir óhjákvæmilega breytingu á afstöðu skólans, og við eigum enn langt í land með að gera okkur grein fyrir hve mikill áhrifamáttur þessarar breytingar verður. Kennsluaðferðir okkar, og að verulegu leyti námskráin okkar, eru arfur frá því tímabili þegar lærdómur og vald á tilteknum táknum, sem veittu eina aðganginn að lærdómi og þekkingu, skiptu öllu máli. Hugsjónir þessa tímabils eru enn ráðandi að miklu leyti, jafnvel þar sem ytri aðferðum og námsgreinum hefur verið breytt. Við heyrum stundum andmæli gegn því að taka upp kennslu í handmennt, listum og raunvísindum í grunnskólum og jafnvel framhaldsskólum á þeim forsendum að þessum greinum hætti til of mikillar sérhæfingar - að þær skaði núverandi kerfi sem leggur áherslu á ríkulega, almenna menntun. Þessi andmæli væru hlægileg hefðu þau ekki oft verið svo áhrifarík að hörmulegt má kalla. Það er 168
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.