Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 171

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 171
JOHN DEWEY núverandi menntun okkar sem er ákaflega sérhæfð, einhliða og þröng. Það er menntun sem lærdómshugmynd miðalda drottnar næstum algerlega yfir. Hún er eitthvað sem höfðar að mestu leyti aðeins til vitsmunalegu hliðarinnar á eðli okkar, löngunar okkar til að læra, að safna saman fróðleik og að ná valdi á lærdóms- táknum. Hún höfðar ekki til langana okkar og hneigða til að búa til, að framkvæma, að skapa, að framleiða, hvort heldur er í formi nytja eða lista. Einmitt sú staðreynd að handmennt, listum og vísindum er andmælt sem tæknilegum og að þessar greinar hafi tilhneigingu til einberrar sérhæfingar er í sjálfu sér eins góður vitnisburður og hægt væri að gefa um hið sérhæfða markmið sem ræður núverandi menntastefnu. Ef menntun hefði ekki í raun og veru verið lögð að jöfnu við vitsmunalega iðju ein- vörðungu, við lærdóm sem slíkan, þá væru öll þessi efni og aðferðir kærkomin, þeim væri tekið opnum örmum. Á meðan fræðsla fyrir lærdómsstéttina er talin ímynd menntunar, eða almennr- ar háskólamenntunar, þá verður áfram litið á fræðslu fyrir iðnaðarmann, tónlistar- mann, lögfræðing, lækni, bónda, kaupmann eða járnbrautarstjóra sem eingöngu tæknilega og faglega. Afleiðingin er það sem við sjáum allt í kringum okkur - skiptingin í ,menntað' fólk og ,verkafólk', aðskilnaður kenningar og framkvæmdar, hugsunar og athafnar. Tæplega einn hundraðshluti alls skólafólks nær nokkurn tíma því sem við köllum æðri menntun; aðeins fimm af hundraði fara upp í fram- haldsskólann; en miklu meira en helmingur hættir við eða fyrir lok fimmta ársins í barnaskólanum. Staðreyndir málsins eru einfaldlega þær að hjá öllum þorra fólks er sérstaklega vitsmunalegur áhugi ekki ríkjandi. Það hefur hina svokölluðu hagsýnu hvöt og hneigð. Hjá mörgum þeirra sem að eðlisfari eru gæddir sterkum vitsmuna- legum áhuga koma félagslegar aðstæður í veg fyrir að hann fái notið sín á fullnægj- andi hátt. Þess vegna hætta langtum fleiri nemendur jafnskjótt og þeir hafa til- einkað sér undirstöðuatriði námsins, jafnskjótt og þeir hafa lært nóg í lestri, skrift og reikningi til að það komi þeim að gagni við að afla sér viðurværis. Meðan for- ystumenn okkar í menntamálum tala um menningu, persónuleikaþroska og þar fram eftir götunum sem mark og mið menntunar lítur mikill meiri hluti þeirra sem gengur í skóla á hana einungis sem hagnýtt tæki í þröngum skilningi til að afla sér lífsviðurværis sem nægi til að skrimta. Ef við ættum að setja okkur víðsýnna mark og mið í menntamálum, ef við ættum að taka inn í skólana þau viðfangsefni sem höfða til þeirra sem hafa mestan áhuga á að framkvæma og búa eitthvað til, kæm- umst við að raun um að tök skólans á nemendunum yrðu sterkari, varanlegri og hefðu meira menningarinntak. En hvers vegna skyldi ég vera með þessa flóknu framsetningu? Það blasir við að samfélagslíf okkar hefur tekið gagngerri og róttækri breytingu. Eigi menntun okkar að hafa einhverja merkingu fyrir lífið verður hún að taka jafn algerri um- breytingu. Þessi umbreyting er ekki eitthvað sem kemur fram allt í einu, eitthvað sem á að framkvæma á einum degi með meðvituðum ásetningi. Hún er þegar í gangi. Þær breytingar á skólakerfinu sem oft virðast (jafnvel þeim sem taka virk- astan þátt í þeim, hvað þá heldur þeim sem eru áhorfendur) vera einberar breyt- ingar á aukaatriðum, einberar umbætur innan skólagangverksins, eru í raun og veru merki og vísbendingar um framþróun. Tilkoma verklegra greina, náttúruskoð- 169
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.