Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 13

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 13
SIGRÍÐUR Þ. VALGEIRSDÓTTIR DANS í SKÓLUM OG DANSMENNT Er munur á þessum tveimur hugtökum? Litið er á að svo sé. Dans í skólum gefur til kynna að þar sé dansað. Það gæti annaðhvort merkt að dans væri iðkaður í skólum, sbr. dansæfingar í framhaldsskólum hér áður fyrr, böll/árshátíðir eða að markviss kennsla dansa færi fram í skólum. Orðið dansmennt er nýtt hugtak hér á landi og ekki komið í námskrá grunn- skóla. Það er hugsað sem hliðstæða við orðin tónmennt og myndmennt. í því felst að börn öðlist undirstöðuþekkingu á líkamanum sem tjáningartæki, dansi sem tján- ingarformi og skapandi listgrein og leið til að efla félagsleg tengsl og kynnast menn- ingu eigin þjóðar og annarra. Einnig fái nemendur tækifæri til að kynnast fjöl- breytni dansins af eigin raun. Dans í skólum í heimildum er þess getið að piltar í Skálholtsskóla hafi iðkað dans, m.a. hringbrot, og sú hefð virðist fylgja þeim til Bessastaða. í Lærða skólanum í Reykjavík varð dans athyglisverður hluti af skemmtanalífi skólapilta á 19. öld. Skólapiltar gerðu til- raun til að endurvekja söngdansana á síðari hluta 19. aldar og má m.a nefna greinar Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar (1867, sjá Heimi Þorleifsson 1978) og Sæmundar Eyjólfssonar (1887). Fátt er um heimildir um dans í öðrum skólum nema að Hólum og Möðruvöll- um en þar var oft dansað, einkum eftir messu (skv. viðtölum greinarhöfundar við Helgu Sigurðardóttur skólastjóra og Huldu Stefánsdóttur 1984). Eftir að skólahúsið að Möðruvöllum brann fluttist danshefðin með skólahaldinu til Akureyrar. Eftir stofnun Kennaraskóla íslands (1908) virðist dans fljótlega verða snar þátt- ur í tómstundaskemmtun nemenda. Kennarar, m.a. Steingrímur Arason og íþrótta- kennarar stúlkna við skólann, kynntu nemendum sínum ýmsa einfalda söngleiki og smádansa fyrir börn. Öðrum dönsum kynntust nemendur á skólaböllum og heima í sínu byggðarlagi. Dansleikir og dansæfingar urðu brátt vinsælir þættir í tóm- stundastarfi nemenda í unglinga- og framhaldsskólum. í barnaskólum landsins var ekki gert ráð fyrir dansi í skyldunámi, en mörg dæmi eru um dugnað barnakennara við að kynna nemendum það sem þeir kunnu í dansi (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og Mínerva Jónsdóttir 1994). Frá stofnun grunn- skólans hefur dansiðkun verið óljós þáttur, ef einhver, og þá helst hluti af íþrótta- kennslu yngri barna. Eldri börnum hefur frá því skömmu fyrir miðja þessa öld eitt- hvað verið boðið upp á stutt námskeið í samkvæmisdönsum, sem oft voru greidd af foreldrum barnanna, en í seinni tíð kostuð af skólunum, m.a. alveg í Reykjavík og víðar. Á Norðurlöndum var dans einkum stundaður í yngri aldurshópum barna og í leikfimi stúlkna. Hér á landi verður dans fyrst hluti af námskrá í íþróttum (1948) við lög frá 1946. Þáverandi íþróttafulltrúi ríkisins, Þorsteinn Einarsson, bað greinarhöfund að vera ráðgefandi um íþróttir stúlkna í námskrárnefndinni, en á þeim tíma var leik- fimi stúlkna aðgreind frá leikfimi pilta í öllum aldurshópum. Afrakstur þeirrar vinnu kom fram í námskrá um leikfimi stúlkna og ábendingum um hermileiki og söguleiki fyrir yngstu börnin, en á þeim tíma voru þetta hálfgerð felunöfn til að 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.