Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 14

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 14
DANSMENNT I GRUNNSKÓLA hvetja kennara og örva skapandi hugsun barna í hreyfingum og dansi í íþróttatím- um. Einnig var lögð áhersla á barnadansa og þjóðdansa fyrir eldri nemendur. Þessu var fylgt eftir í almennu kennaranámi í liðlega tvo áratugi, eða þar til skólinn varð háskóli, en eftir það tengdist dans einkum kennslu yngri barna. í íþróttakennara- námi hér á landi voru í um hálfa öld kennd undirstöðuatriði almennra dansa, gömlu dansarnir, erlendir þjóðdansar og rytmikk. Jafnlengi hefur íþróttakennurum verið boðið upp á dans fyrir börn á námskeiðum fyrir starfandi kennara. í Aöalnámskrá grunnskóla frá 1976 var tilraunin um örvun skapandi hugsunar með sögu-/hermileikjum felld niður en í staðinn voru tíundaðar eftirtaldar æfingar undir fyrirsögninni rytmik: „Ganga, hlaup, hopp, klapp og stappæfingar, valhopp og sporhopp". Við bættust „æfingar með handáhöld og æfingar eftir hljómfalli" (bls. 9). Þessar hefðbundnu æfingar í líkamsfærni voru til margra ára hluti af leik- fimi barna, einkum stúlkna. Þær voru yfirleitt án áherslu á tjáningu og skapandi hugsun. Svipuðu máli gegndi um námskrána fyrir 3.-4. bekk og 7.-9. bekk. í 5.-6. bekk eru nefndar æfingar með tónlist, tjáningu eða túlkun. Ekki er ljóst hvort eða að hvaða marki síðastnefndu markmiðin komust til framkvæmda. Hins vegar hefur, að frumkvæði danskennara, skólum verið boðið upp á stutt námskeið í samkvæm- isdönsum og eitthvað í gömlum dönsum, m.a. í fjórða eða fimmta bekk, en einnig hafa þó nokkrir íþróttakennarar og almennir kennarar annast danskennslu barna í eigin skóla án þess að um beina kennslu samkvæmisdansa sé að ræða. í Bretlandi er fyrst getið um dans í námskrá þriggja íþróttakennaraskóla fyrir stúlkur á árunum 1880-1896 (Brinson 1991). Á þeim tíma var litið á dans sem leið til að efla kvenleika. Þá getur Brinson þess að dans hafi verið hluti af námskrá í skyldunámi barna frá 1919, aðallega þjóðdansar sem voru fyrir bæði kynin. Á fyrsta fjórðungi 20. aldar var farið að nota tónlist í leikfimi stúlkna á meginlandi Evrópu, m.a. gerðu það Agnete Bertram í Danmörku og Björn Jakobsson hér á landi skömmu síðar. Allt að síðasta fjórðungi þessarar aldar og jafnvel lengur hélst sá siður í mörgum löndum Evrópu að flétta nokkurn dans inn í leikfimi stúlkna. í öðrum löndum þar sem leikfimi var ekki eins ríkjandi hefð, t.d. í Norður-Ameríku og breskum skólum, voru léttir dansar, einkum þjóðdansar, gjarnan hluti almennr- ar kennslu. Nálægt miðri öldinni (1954) var dans fyrir bæði kynin hluti af námskrá í íþróttum breskra barna og viðurkenndur sem valgrein í íþróttum eldri bekkja grunnskóla og í framhaldsskólum frá 1979 (Brinson 1991). Á Evrópumóti í leikfimi (Lingiaden) sem haldið var í Stokkhólmi árið 1949 nálgað- ist leikfimi nokkurra stúlknaflokka, m.a. frá íþróttakennaraskóla íslands, mjög byrj- endastig í þróun nútíma listdans (Modem dance). Á hliðstæðu móti tíu árum áður (Lingiaden 1939) var tónlist mjög lítið notuð nema til að halda takti t.d. í göngu eða æfingum. Greinarhöfundur var þátttakandi í báðum Lingiaden-mótunum. Á áttunda áratugnum komu víða um lönd fram verulegar breytingar á íþrótta- kennslu í skólum. í stað fjölbreyttra alhliða hreyfinga fyrir alla nemendur, oft undir heitinu leikfimi, breytist áherslan í undirbúning fyrir þátttöku í keppnisíþróttum jafnt fyrir stúlkur sem pilta. Þrek, þol og teygjur urðu slagorð jafnt íþróttakennara sem þjálfara. Stúlkum var ætlað iðka það sama og drengjum, sem þó var ekki ætlað að iðka það sama og stúlkur höfðu gert áður í leikfimi og dansi. Þannig féll dansinn 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.