Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 15
SIGRÍÐUR Þ . VALGEIRSDÓTTIR
að mestu niður og vék fyrir keppnisíþróttum. Samkvæmt Brinson (1991) var í Eng-
landi nokkuð spyrnt gegn þessari þróun, m.a. var reynt að skilja að dans og íþróttir
fyrir námskrárgerð 1979. Ekki höfðu fræðimenn og áhugamenn um dansmennt
árangur sem erfiði. í nýrri námskrá var dans enn hluti íþróttanáms í skólum en
einnig valgrein. Brinson bendir hins vegar á að viðurkenning á dansi sem valgrein á
sviði íþrótta hafi stuðlað að fjölgun nemenda sem lagt hafa fyrir sig dans í fram-
haldsskóla og sem fræðigrein í háskólanámi. Baráttan fyrir aðgreiningu dansins frá
íþróttum hefur haldið áfram og mun eflaust halda áfram eftir útkomu nýrrar nám-
skrár (1996) sem enn heldur dansmenntun í grunn- og framhaldsskólum innan
íþróttageirans og keppnisíþrótta. Benda má á að dans sem listgrein annars vegar og
keppnisíþróttir hins vegar hafa ólík meginmarkmið að því leyti að markmið dans-
ins er sköpun, tjáning og túlkun eigin hugmynda eða annarra og til þess leggja
flestar greinar dansins áherslu á líkamlega færni. Markmið keppnisíþrótta er hins
vegar að ná mælanlegum árangri í líkamlegri færni sem miðuð er við fyrirfram
ákveðna staðla í hverri grein fyrir sig.
Það sem hefur áunnist í Bretlandi er að dans er skilgreindur hluti skyldunáms
barna í skólaíþróttum til ellefu ára aldurs og valgrein eftir það, annaðhvort eitt
danssvið til 16 ára aldurs eða styttri námskeið á fleiri danssviðum. Arið 1991 lagði
Brinson fram tillögur um að dans yrði viðurkennd listgrein í væntanlegri námskrá.
Svo varð ekki og baráttan fyrir þeirri hugmynd heldur eflaust áfram.
Dansmennt
Dansmennt er víðara hugtak en dans í skólum og nær til allra meginsviða náms,
þess vitræna, félags- og tilfinningalega auk skyn-/hreyfináms. Túlkun, tjáning og
skapandi hugsun eru lykilatriði dansmenntanáms. Dansar, barnadansar, þjóðdans-
ar, samkvæmis- og tískudansar eru fyrst og fremst valdir í þeim tilgangi að vera
dæmi um einstök markmið dansmennta fremur en að vera markmið í sjálfu sér.
Nám í dönsum er því ein af mörgum leiðum til að ná tilteknum markmiðum nám-
skrár í dansmennt. Hugtakið dansmennt spannar, sbr. markmið listkennslu í
grunn- og framhaldsskólum (1997, bls. 9), miklu víðara svið en felst í kennslu og
æfingu dansa. Rannsóknir hafa sýnt að dans getur verið öflugt tæki til að tjá tilfinn-
ingar og efla sköpunargleði barna (J.L. Hanna 1988). í eldri námskrám, hér á landi
sem víða annars staðar, virðist markmiðum um tilfinningaþroska barna síður
gaumur gefinn í almennri námskrá en á öðrum sviðum náms. Þetta þarf ekki að
þýða að þessu markmiði hafi ekki verið sinnt, fremur að ekki hafi þótt ástæða til að
tengja dans túlkun, tjáningu og skapandi hugsun. Dans á það sameiginlegt öðrum
listgreinum að lúta vissum lögmálum um öguð vinnubrögð, persónulega túlkun en
jafnframt innlifun í anda verksins. Það má því segja að dansmennt geti verið undir-
búningur fyrir dans sem sjálfstæða listgrein og áhugasvið í tómstundum en einnig
styrk stoð öðrum listgreinum, m.a. með almennum þroska og þróun vinnuaga, tján-
ingar og skapandi hugsunar.
Einn af brautryðjendum um tiltekinn þátt dansmennta barna, rythmik, í skóla-
starfi mun hafa verið Dalkrotze sem notaði hana m.a. við tónlistarkennslu. Hann
starfaði m.a. í Sviss. Lucile Zarnowski var nemandi hans en hún var kennari grein-
13