Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 15

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 15
SIGRÍÐUR Þ . VALGEIRSDÓTTIR að mestu niður og vék fyrir keppnisíþróttum. Samkvæmt Brinson (1991) var í Eng- landi nokkuð spyrnt gegn þessari þróun, m.a. var reynt að skilja að dans og íþróttir fyrir námskrárgerð 1979. Ekki höfðu fræðimenn og áhugamenn um dansmennt árangur sem erfiði. í nýrri námskrá var dans enn hluti íþróttanáms í skólum en einnig valgrein. Brinson bendir hins vegar á að viðurkenning á dansi sem valgrein á sviði íþrótta hafi stuðlað að fjölgun nemenda sem lagt hafa fyrir sig dans í fram- haldsskóla og sem fræðigrein í háskólanámi. Baráttan fyrir aðgreiningu dansins frá íþróttum hefur haldið áfram og mun eflaust halda áfram eftir útkomu nýrrar nám- skrár (1996) sem enn heldur dansmenntun í grunn- og framhaldsskólum innan íþróttageirans og keppnisíþrótta. Benda má á að dans sem listgrein annars vegar og keppnisíþróttir hins vegar hafa ólík meginmarkmið að því leyti að markmið dans- ins er sköpun, tjáning og túlkun eigin hugmynda eða annarra og til þess leggja flestar greinar dansins áherslu á líkamlega færni. Markmið keppnisíþrótta er hins vegar að ná mælanlegum árangri í líkamlegri færni sem miðuð er við fyrirfram ákveðna staðla í hverri grein fyrir sig. Það sem hefur áunnist í Bretlandi er að dans er skilgreindur hluti skyldunáms barna í skólaíþróttum til ellefu ára aldurs og valgrein eftir það, annaðhvort eitt danssvið til 16 ára aldurs eða styttri námskeið á fleiri danssviðum. Arið 1991 lagði Brinson fram tillögur um að dans yrði viðurkennd listgrein í væntanlegri námskrá. Svo varð ekki og baráttan fyrir þeirri hugmynd heldur eflaust áfram. Dansmennt Dansmennt er víðara hugtak en dans í skólum og nær til allra meginsviða náms, þess vitræna, félags- og tilfinningalega auk skyn-/hreyfináms. Túlkun, tjáning og skapandi hugsun eru lykilatriði dansmenntanáms. Dansar, barnadansar, þjóðdans- ar, samkvæmis- og tískudansar eru fyrst og fremst valdir í þeim tilgangi að vera dæmi um einstök markmið dansmennta fremur en að vera markmið í sjálfu sér. Nám í dönsum er því ein af mörgum leiðum til að ná tilteknum markmiðum nám- skrár í dansmennt. Hugtakið dansmennt spannar, sbr. markmið listkennslu í grunn- og framhaldsskólum (1997, bls. 9), miklu víðara svið en felst í kennslu og æfingu dansa. Rannsóknir hafa sýnt að dans getur verið öflugt tæki til að tjá tilfinn- ingar og efla sköpunargleði barna (J.L. Hanna 1988). í eldri námskrám, hér á landi sem víða annars staðar, virðist markmiðum um tilfinningaþroska barna síður gaumur gefinn í almennri námskrá en á öðrum sviðum náms. Þetta þarf ekki að þýða að þessu markmiði hafi ekki verið sinnt, fremur að ekki hafi þótt ástæða til að tengja dans túlkun, tjáningu og skapandi hugsun. Dans á það sameiginlegt öðrum listgreinum að lúta vissum lögmálum um öguð vinnubrögð, persónulega túlkun en jafnframt innlifun í anda verksins. Það má því segja að dansmennt geti verið undir- búningur fyrir dans sem sjálfstæða listgrein og áhugasvið í tómstundum en einnig styrk stoð öðrum listgreinum, m.a. með almennum þroska og þróun vinnuaga, tján- ingar og skapandi hugsunar. Einn af brautryðjendum um tiltekinn þátt dansmennta barna, rythmik, í skóla- starfi mun hafa verið Dalkrotze sem notaði hana m.a. við tónlistarkennslu. Hann starfaði m.a. í Sviss. Lucile Zarnowski var nemandi hans en hún var kennari grein- 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.