Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 24
DANSMENNT i GRUNNSKÓLA
Hugmyndir um framkvæmd námskrár í dansmennt, sem vikið verður að hér á
eftir, eiga við alla grunnskólanemendur þar til kemur að vali á unglingastigi. Hér á
eftir verður lögð áhersla á hið fyrrnefnda, dansmennt fyrir alla.
í formála Aðalnámskrár grunnskóla í listgreinum (1999) segir: „Dans og leikræn
tjáning er samþætt öðrum námsgreinum eða í formi námskeiða og valgreina" (bls.
5). Spurning vaknar um hvernig þetta verði í verki. Hvernig er hægt að endur-
mennta grunnskólakennara og haga námi væntanlegra kennaranema til að mæta
ákvæðum námskrár um þessa nýju listgrein? Hvernig er hægt að kenna grein sem á
engan vissan tíma á stundaskrá og á að samþættast öðrum greinum?
Þegar litið er á skrá yfir kennslustundir í öllum bekkjum grunnskólans í ritinu
Enn betri skóli (1998 bls. 9) sést að listgreinar hefjast í fyrsta bekk og þeim lýkur í 8.
bekk en þá taka við valgreinar. Áður hefur þess verið getið hve veigamikið það er
að hefja dansmennt við upphaf skólagöngu. Það vakna því ýmsar spurningar.
Hvaðan á að fá tíma til að samþætta dansmennt öðrum greinum í bekkjarkennslu?
Hverjir eiga að sinna kennslu í dansmennt? Hvernig á að veita þá undirstöðu sem
þarf til starfsins?
Menntun dansmenntakennara
Hugmyndir sem hér verða settar fram má fyrst og fremst líta á sem vangaveltur um
leiðir til að brúa bil þróunar frá vísi að dansmennt í skyldunámi barna yfir í dans-
mennt sem hluta af almennri menntun barna og undirstöðu fyrir valgrein í dansi.
Meginhugmyndir sem kynntar verða eru í framkvæmd háðar því að efnt verði
hið fyrsta til námskeiða fyrir grunnskólakennara fyrsta og annars bekkjar, sem hafa
áhuga á skapandi starfi barna t.d. í dansi, tónmennt, myndmennt, leiklist eða íþrótt-
um. Fyrsta námskeiðið er hugsað sem forsenda framhaldsnámskeiða fyrir næstu
aldurshópa og þannig koll af kolli. Efnislega þarf að veita kennurum þekkingu í að
skapa þroskavænlegt námsumhverfi fyrir börn í samræmi við markmið dans-
menntanáms, m.a. með hliðsjón af öðrum námsgreinum sem stefna að hluta að svip-
uðum markmiðum.
Annað lykilatriði er að koma sem fyrst á fót námi í dansmennt sem valgrein
fyrir grunnskólakennara. Námið er hugsað hliðstætt öðru valgreinanámi í listgrein-
um og í samstarfi við þær. Örva þarf kennara til framhaldsnáms í dansmennt til
trausts og halds grunnskólakennurum sem að loknum námskeiðum eða valgrein í
dansmennt munu væntanlega annast kennslu úti í skólunum.
Eðlilegt er að sérmenntaðir kennarar í danskennslu eldri nemenda annist
kennslu valgreinar hver á sínu sviði, að öðrum kosti þjálfarar á sérsviði. Ætla má að
í listdansi þurfi þjálfun dansara að fara fram í dansskóla utan grunnskólans sem
væri í nánum tengslum við hann og markmið hans. Svipuðu máli gegnir um dans
sem valgrein í framhaldsskóla, þ.e. að nemendur þurfi að sækja hluta námsins í
æfingatíma í dansi utan síns skóla. Verklegi skólinn væri þá á sérstökum samningi
við framhaldsskólann og ynni í samræmi við markmið heildarnámsins.
Dæmi um efni á námskeið fyrir starfandi grunnskólakennara sem kjósa að bæta
við sig þekkingu og undirbúningi til kennslu dansmennta yngstu barnanna (1.-2.
bekk) eru: Áhersla á fyrsta markmið um tjáningu, túlkun og skapandi hugsun og
22
i