Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 25
SIGRÍÐUR Þ. VALGEIRSDÓTTIR
annað markmið um þekkingu á eigin hreyfigetu. í þriðja lagi er æskilegt að áhersla
sé lögð á fjórða markmið um samræmingu hreyfinga og tónlistar og á sjötta mark-
mið, en í því felst að kynnast tengslum við aðrar námsgreinar grunnskólans (sbr.
bls. 17 hér að framan).
A framhaldsnámskeiði til undirbúnings fyrir kennslu í 3.-4. bekk má hugsa sér
að áfram yrði lögð áhersla á að þróa tjáningu, túlkun, skapandi hugsun og hreyfi-
færni (1.-2. markmið) að viðbættu þriðja markmiði um félagslegan þátt dansins.
Unnið yrði áfram að færni, samhæfingu hreyfinga og tónlistar og tengslum við
aðrar námsgreinar (4. og 6. markmið).
A framhaldsnámskeiði fyrir kennslu í 5.-6. bekk yrði lögð áhersla á öll megin-
markmið dansmennta með sérstakri áherslu á 1., 3. og 5. markmið sem eru tjáning,
túlkun og skapandi starf, félagslegur þáttur dansins og menningarhefðir eigin þjóð-
ar og annarra á sviði dansins.
Á námskeiði fyrir dansmenntakennara í 7. bekk yrði aukin áhersla á fram-
kvæmd, færni og fágun og skólasýningar í dansi. Einnig þarf að kynna grunnskóla-
kennurum skipulag heimsókna í dansskóla, dansklúbba eða á sýningar og skipulag
stuttra námskeiða í samstarfi við danskennara/þjálfara sem kynnu að verða ráðnir
til kennslu á tilteknum sviðum dansins.
Kennsla í dansmennt
Ætla má að kennarar yngstu bekkjanna séu að mestu einir, hver með sinn bekk.
Skiptir þá miklu máli að búa bekkjarkennara undir kennslu í dansmennt og sam-
þættingu við aðrar greinar með skipulögðu námskeiði sem jafngildir hluta af val-
grein í kennaranámi. Annað veigamikið atriði er að kennaramenntastofnanir svo
sem Kennaraháskóli íslands skipuleggi valgrein í dansmennt í almennu kennara-
námi. í þriðja lagi þurfa skólar að hafa aðgang að sérmenntuðum dansmenntakenn-
ara, ef með þarf, fyrir bekkjarkennara sem lokið hafa námskeiði t. d. fyrir yngstu
börnin. í fjórða lagi getur samstarf kennara einstakra aldurshópa í sama skóla, í
nálægum skólum eða jafnvel á Netinu einnig verið góður stuðningur eigi síður en í
öðrum námsgreinum. Ljóst er að vel þarf að vanda til námskeiða grunnskólakenn-
ara, m.a. með efniviði fyrir kennslu og opnum leiðum fyrir kennara til að leita að-
stoðar ef með þarf.
Áður er þess getið hvaða tími er áætlaður í námskrá fyrir lífsleikni í heild og þá
algeru óvissu sem ríkir um tíma í þágu dansmennta og valgreinar í dansi. Eðlilegt
virðist að nýta strax það tækifæri sem felst í stefnu menntamálaráðuneytisins, sbr.
ritið Markmið listkennslu í grunn- og framhaldsskólum (1997) og þau tækifæri sem
samfelldur skóladagur gæti skapað greininni.
Varla þarf að velta vöngum yfir því lykilatriði að finna dansmennt, og dansi sem
valgrein, stað í viðmiðunarnámskrá á svipaðan hátt og öðrum listgreinum grunn-
skólans. Þá þarf að kanna hvort kennarar núverandi listgreina á viðmiðunarstunda-
skrá grunnskóla myndu telja hag í því fyrir sína grein að tengjast dansmennt að hluta.
Vel má hugsa sér að tónmennt njóti samstarfs við dansmennt á þann veg að í
vissum undirstöðuatriðum væri samkennsla greina í yngstu bekkjunum. Þá tæki
við samstarf sem miðaði að því að efla þekkingu á lögum og ljóðum með þátttöku í
23