Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 26
DANSMENNT í GRUNNSKÓLA
íslenskum söngdönsum og síðar í tengslum við byrjendanám í erlendum málum.
Líkur virðast á að samstarf dansmennta og annarra greina myndi efla gildi beggja/
allra auk þess sem það gæti aukið gleði og áhuga nemenda. Til viðbótar má nefna
nokkur dæmi um samstarf einstakra námsgreina og dansmennta.
í yngstu aldurshópunum gæti uppgötvun hreyfigetu líkamans verið að hluta
sameiginleg undirstaða dansmennta og hreyfináms í íþróttum en öðru máli gegnir
um þann þátt hreyfináms sem snertir túlkun og skapandi hugsun. Af því leiðir að
hreyfinám verður ætíð óaðskiljanlegur hluti af dansmennt.
Tengsl dansmennta við aðrar greinar í bekkjarkennslu hafa verið nefnd og má
hugsa sér veruleg tengsl við móðurmál t. d. við nám hlutlægra og huglægra hug-
taka, afstöðuhugtaka, tjáningu ljóða, smásagna eða leikrita. Á þessu sviði getur ver-
ið um að ræða mjög gefandi samstarf fyrir báðar greinar og örvandi fyrir nemend-
ur.
Stærðfræði og dansmennt eiga að hluta nokkuð sameiginlegt og má ætla að all-
mörg talnahugtök og hugtök stærðfræðinnar megi efla og gera lifandi með tengsl-
um við dansmennt. Má t.d. nefna hugtökin hæð, lengd, breidd, dýpt, hring, mynst-
ur, svo og hugtökin flatarmál, rúmmál, mengi o.fl.
Tengsl dansmennta við samfélagsfræði geta verið margvísleg. Við nám fram-
andi hugtaka á þessu sviði, sem börnum reynist erfitt að skilja af orðum einum,
gætu hreyfidæmi ef til vill hjálpað, aukið skilning og fest í minni. Þetta þekkja
reyndir kennarar. Þjóðdansar geta borið blæ hefða, trúarbragða, sögu og jafnvel
landslags sbr. nokkurn mun sem virðist vera á einstaka dönsum frá láglendi og
fjalllendi, t.d. í vefaradansi og rælum hér á landi (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og Mín-
erva Jónsdóttir 1994). Þá má nefna létta dansa á öðrum danssviðum í tengslum við
tiltekið námsefni t.d. í sögu, landafræði og trúfræði, en ekki síður dansa unglinga í
samtímaþjóðfélögum. Ætla má að bekkjarkennari sem aflað hefur sér þekkingar á
grunnatriðum dansmennta til kennslu í sínum bekk geti auðveldlega aukið skil-
virkni kennslu í samfélagsfræðum með tengslum við dansmennt.
Annist bekkjarkennari jafnt dansmennt sem aðrar greinar eru tengslin auðveld.
Æskilegt virðist að hver skóli efni til samstarfs kennara sem sækja eða hafa sótt
námskeið í dansmennt. Einnig þarf að tryggja aðgang að reyndum dansmennta-
kennara til trausts og halds við heildarskipulag og skipulag sameiginlegra tíma.
Samstarf greina á þann veg sem hér hefur verið nefnt þarf verulegan undirbúning
og kunnáttu sem veita má til að byrja með á námskeiðum í dansmennt fyrir áhuga-
sama grunnskólakennara. Á námskeiðum fyrir skólastjóra og kennara í einstökum
greinum sem hér hafa verið nefndar virðist æskilegt að kynna hugmyndir um sam-
starf við dansmennt og leiðir til að afla frekari þekkingar á greininni sé áhugi fyrir
hendi.
ÁLYKTANIR
Mjög aðkallandi er að dansmennt verði sem fyrst valgrein í námi grunnskólakenn-
ara hliðstætt tónmennt og myndmennt. Leið til bráðabirgða væri að koma á fót
námskeiðum fyrir starfandi kennara yngstu barna og bæta ofan á það stig af stigi,
24