Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 40
SKILAR NÁMS- OG STARFSFRÆÐSLA ÁRANGR
Ein mikilvægasta ákvörðun sem tekin er á lífsleiðinni er ákvörðunin um stefnu
á náms- og starfsferli. Það hefur löngum verið manninum hugstætt að miklu skipti
að þar sé vel að verki staðið, eins og sést á hugleiðingu Sókratesar: „Það er ekki
hægt að hugsa sér neitt betra umræðuefni en spurninguna hvernig maður eigi að
vera, hvað maður eigi að starfa og að hvaða marki, bæði á yngri og efri árum"
(Platón:1960, bls. 84). Tilvísun Sókratesar í umræður um þetta efni gefur til kynna
að aðstoð við lausn þessa verkefnis hefur verið til staðar frá öndverðu. Það er þó
ekki fyrr en með flóknu iðn- og tæknisamfélagi 20. aldarinnar sem sérhæfð náms-
og starfsráðgjöf verður til og er Bandaríkjamaðurinn Frank Parsons talinn vera
upphafsmaður hennar. Upphafið er talið markast af útgáfu bókar hans Choosing a
Vocation, sem kom út árið 1909.
Að mati Parsons felast þrír þættir í aðstoð við náms- og starfsval: „I fyrsta lagi
að skilja sjálfan sig, skilja eigin hæfni, hæfileika, áhuga, möguleika, takmarkanir og
aðra eiginleika. í öðru lagi að þekkja kröfur og skilyrði til árangurs í starfi, kosti og
ókosti, uppbætur, tækifæri og framtíðarmöguleika á mismunandi starfsleiðum. í
þriðja lagi að kanna röklegt samhengi milli þessara tveggja flokka staðreynda"
(Parsons, 1909, bls. 5).
Fagleg aðstoð við náms- og starfsval (career intervention) spannar vítt svið
athafna, sem miða að því að efla hæfni einstaklinga til að velja nám og starf við hæfi
(Spokane, 1991). Á þessu athafnasviði er að finna „einstaklingsráðgjöf og hópráð-
gjöf, atvinnuleitarþjálfun, náms- og starfsfræðslu og námskeið í gerð náms- og
starfsáætlana" (Flynn, 1994, bls. 270). Af þessu má ljóst vera að náms- og starfs-
fræðslan, náms- og starfsráðgjöfin, aðstoð við atvinnuleit og fleiri tegundir stuðn-
ings, eru greinar af sama meiði aðstoðar við að finna sér nám og starf við hæfi. Eins
og Sókrates bendir á þá stöndum við frammi fyrir þessu verkefni oftar en einu sinni
á lífsleiðinni, þó að vissulega séu stærstu skrefin stigin á unglingsárum.
Það hníga ýmis rök að því að fræða unglinga um nám, störf og ákvarðanatöku
á því sviði. í samfélagi okkar verður æ erfiðara að átta sig á fjölbreyttri flóru starfa
og það þarf leikni í að átta sig á sjálfum sér, áhuga og getu, til að rata þar um sjálf-
um sér til heilla. Könnun á störfum gefur einnig tilefni til að benda unglingum á
merkingu náms á fjölmörgum sviðum, því í skólum afla menn sér kunnáttu sem
nýtist í atvinnulífinu. Skipan skólakerfisins sjálfs er á þann veg að öllum er gert að
velja sér framhald við 16 ára aldur, þó að vitað sé að þroskahæfni fólks til að leysa
slíkt verkefni einmitt á þeim aldri getur verið mismunandi. Allur þessi hópur
unglinga á eitt sameiginlegt: hann hefur aldrei þurft að velja sér námsleið áður. Á
þessum aldri hafa unglingar ekki reynslu af því að velja skólanám. Framundan er
val um að fara í skóla eða ekki. Fari þeir í skóla þarf að velja námsbraut úr öllum
þeim fjölbreytileika sem þar er að finna og á eigin forsendum. Hver námsbraut
leiðir (eða leiðir ekki) til enn annarra möguleika. Þá þarf einnig að huga að því að
velja sér námskerfi því framhaldsskólinn býður upp á áfangakerfi og bekkjarkerfi,
sem hvort um sig hafa t.d. ólíkar framgangsreglur sem geta skipt máli. Upp-
fræðslan um nám og störf styður nemendur við náms- og starfsval og það skiptir
heill nemendanna máli að náms- og starfsfræðslan nái þeim markmiðum sem stefnt
er að.
38
I
J