Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Qupperneq 40

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Qupperneq 40
SKILAR NÁMS- OG STARFSFRÆÐSLA ÁRANGR Ein mikilvægasta ákvörðun sem tekin er á lífsleiðinni er ákvörðunin um stefnu á náms- og starfsferli. Það hefur löngum verið manninum hugstætt að miklu skipti að þar sé vel að verki staðið, eins og sést á hugleiðingu Sókratesar: „Það er ekki hægt að hugsa sér neitt betra umræðuefni en spurninguna hvernig maður eigi að vera, hvað maður eigi að starfa og að hvaða marki, bæði á yngri og efri árum" (Platón:1960, bls. 84). Tilvísun Sókratesar í umræður um þetta efni gefur til kynna að aðstoð við lausn þessa verkefnis hefur verið til staðar frá öndverðu. Það er þó ekki fyrr en með flóknu iðn- og tæknisamfélagi 20. aldarinnar sem sérhæfð náms- og starfsráðgjöf verður til og er Bandaríkjamaðurinn Frank Parsons talinn vera upphafsmaður hennar. Upphafið er talið markast af útgáfu bókar hans Choosing a Vocation, sem kom út árið 1909. Að mati Parsons felast þrír þættir í aðstoð við náms- og starfsval: „I fyrsta lagi að skilja sjálfan sig, skilja eigin hæfni, hæfileika, áhuga, möguleika, takmarkanir og aðra eiginleika. í öðru lagi að þekkja kröfur og skilyrði til árangurs í starfi, kosti og ókosti, uppbætur, tækifæri og framtíðarmöguleika á mismunandi starfsleiðum. í þriðja lagi að kanna röklegt samhengi milli þessara tveggja flokka staðreynda" (Parsons, 1909, bls. 5). Fagleg aðstoð við náms- og starfsval (career intervention) spannar vítt svið athafna, sem miða að því að efla hæfni einstaklinga til að velja nám og starf við hæfi (Spokane, 1991). Á þessu athafnasviði er að finna „einstaklingsráðgjöf og hópráð- gjöf, atvinnuleitarþjálfun, náms- og starfsfræðslu og námskeið í gerð náms- og starfsáætlana" (Flynn, 1994, bls. 270). Af þessu má ljóst vera að náms- og starfs- fræðslan, náms- og starfsráðgjöfin, aðstoð við atvinnuleit og fleiri tegundir stuðn- ings, eru greinar af sama meiði aðstoðar við að finna sér nám og starf við hæfi. Eins og Sókrates bendir á þá stöndum við frammi fyrir þessu verkefni oftar en einu sinni á lífsleiðinni, þó að vissulega séu stærstu skrefin stigin á unglingsárum. Það hníga ýmis rök að því að fræða unglinga um nám, störf og ákvarðanatöku á því sviði. í samfélagi okkar verður æ erfiðara að átta sig á fjölbreyttri flóru starfa og það þarf leikni í að átta sig á sjálfum sér, áhuga og getu, til að rata þar um sjálf- um sér til heilla. Könnun á störfum gefur einnig tilefni til að benda unglingum á merkingu náms á fjölmörgum sviðum, því í skólum afla menn sér kunnáttu sem nýtist í atvinnulífinu. Skipan skólakerfisins sjálfs er á þann veg að öllum er gert að velja sér framhald við 16 ára aldur, þó að vitað sé að þroskahæfni fólks til að leysa slíkt verkefni einmitt á þeim aldri getur verið mismunandi. Allur þessi hópur unglinga á eitt sameiginlegt: hann hefur aldrei þurft að velja sér námsleið áður. Á þessum aldri hafa unglingar ekki reynslu af því að velja skólanám. Framundan er val um að fara í skóla eða ekki. Fari þeir í skóla þarf að velja námsbraut úr öllum þeim fjölbreytileika sem þar er að finna og á eigin forsendum. Hver námsbraut leiðir (eða leiðir ekki) til enn annarra möguleika. Þá þarf einnig að huga að því að velja sér námskerfi því framhaldsskólinn býður upp á áfangakerfi og bekkjarkerfi, sem hvort um sig hafa t.d. ólíkar framgangsreglur sem geta skipt máli. Upp- fræðslan um nám og störf styður nemendur við náms- og starfsval og það skiptir heill nemendanna máli að náms- og starfsfræðslan nái þeim markmiðum sem stefnt er að. 38 I J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.