Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 50
SKILAR NÁMS- O G STARFSFRÆÐSLA ÁRANGR
Áður var komið fram að mikill munur er á hópunum tveimur hvað varðar
ákvarðanatöku um námsbraut. En hafi nemendur ákveðið sig eru þeir upp til hópa
vissir (94,2%) og ánægðir (99,5%) með námsval sitt. Er nemendur voru spurðir
hvort þeim þætti erfitt eða auðvelt að taka ákvörðun um framtíðina, kom fram að
marktækur munur er á svörum þeirra, samanburðarhópnum fannst erfiðara að taka
slíka ákvörðun.
Þáttagreining leiddi í ljós að stílar í ákvarðanatöku raðast á skala frá því að vera
virkur yfir í óvirkan ákvarðanatökustíl. Hið sama hafði komið í ljós í rannsóknum
Arroba (1977) og Hesketh (1982). Beitt var aðferð Hesketh við mælingu á ákvarð-
anatökustíl, sem lýst er í aðferðakafla hér að framan. Það er athyglisverð niðurstaða
að marktækur munur (p<0,01) mældist á kí-kvaðratsprófi í ákvarðanatökustíl um
nám og störf eftir búsetu, þar sem 69% höfuðborgarbúanna lýsa sér sem virkum í
ákvarðanatöku um nám og störf, en 50% landsbyggðarbúanna. Þegar skoðuð er
breyting á ákvarðanatökustílum í 10. bekk kom fram að það verður ekki marktæk
breyting á ákvarðanatökustíl sem rekja má til fræðslu, en fylgni mælist á milli
virkra ákvarðanatökustíla og þess að hafa valið sér námsbraut.
Greining á starfshugmyndum sýndi að nemendur skoruðu lágt, bæði haust og
vor, á samtengingum, en hátt á aðgreiningum og er það fyllilega í samræmi við
þroskastig þeirra.Við greiningu á starfshugmyndum var talningagrind (rep. test
grid) notuð, en þeirri aðferð er lýst framar í greininni. Þegar skoðaðar voru framfar-
ir yfir veturinn, kom í ljós að aðgreining minnkaði hjá fræðsluhópunum tveimur, en
samtengingar jukust hjá þeim hópi sem fékk hugtakamiðaða fræðslu. Þar sem upp-
hafsstaða um haustið var ólík hjá hópunum6, mældist þó ekki marktækur munur á
þessum þáttum um vorið, en breytingarnar yfir árið eru marktækt ólíkar.
Að síðustu skal hér greint frá því hvernig nemendur mátu þá aðstoð sem þeir
fengu í 10. bekk við námsvalið og við að gera sér hugmyndir um sig sjálfa í fram-
tíðinni. Nemendur voru beðnir um að skoða fullyrðingar um undirbúning fyrir
náms- og starfsval og kveða síðan upp úr um hversu sammála þeir voru fullyrðing-
unni. Þess var gætt að orðalag spurninganna gæti jafnt átt við þá sem voru í náms-
og starfsfræðslu, sem hina. í stuttu máli má segja að umtalsverður munur mældist á
milli fræðsluhóps og samanburðarhóps á mörgum þáttum. Nemendur úr saman-
burðarhópi eiga erfiðara með að átta sig á bæklingnum Nám að loknum grunnskóla.
Það sem þeir lærðu um störf hjálpaði þessum hópi síður að gera upp hug sinn um
starf sem þeir gætu hugsað sér að vinna í framtíðinni. Þá hafa þeir hafa lært minna
en hinir um áhuga sinn varðandi nám og störf og um störf sem þeir gætu stundað í
framtíðinni. Þá mátu þeir það svo að þeir hafi mun síður en hinir lært aðferðir í
ákvarðanatöku sem hjálpa þeim við að gera upp hug sinn varðandi nám eftir
grunnskóla. Þessi lýsandi munur er birtur í töflu 5.
6 Samanburðarhópurinn var mun hærri á samtengingu og lægri á aðgreiningu að hausti.
48