Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 50

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 50
SKILAR NÁMS- O G STARFSFRÆÐSLA ÁRANGR Áður var komið fram að mikill munur er á hópunum tveimur hvað varðar ákvarðanatöku um námsbraut. En hafi nemendur ákveðið sig eru þeir upp til hópa vissir (94,2%) og ánægðir (99,5%) með námsval sitt. Er nemendur voru spurðir hvort þeim þætti erfitt eða auðvelt að taka ákvörðun um framtíðina, kom fram að marktækur munur er á svörum þeirra, samanburðarhópnum fannst erfiðara að taka slíka ákvörðun. Þáttagreining leiddi í ljós að stílar í ákvarðanatöku raðast á skala frá því að vera virkur yfir í óvirkan ákvarðanatökustíl. Hið sama hafði komið í ljós í rannsóknum Arroba (1977) og Hesketh (1982). Beitt var aðferð Hesketh við mælingu á ákvarð- anatökustíl, sem lýst er í aðferðakafla hér að framan. Það er athyglisverð niðurstaða að marktækur munur (p<0,01) mældist á kí-kvaðratsprófi í ákvarðanatökustíl um nám og störf eftir búsetu, þar sem 69% höfuðborgarbúanna lýsa sér sem virkum í ákvarðanatöku um nám og störf, en 50% landsbyggðarbúanna. Þegar skoðuð er breyting á ákvarðanatökustílum í 10. bekk kom fram að það verður ekki marktæk breyting á ákvarðanatökustíl sem rekja má til fræðslu, en fylgni mælist á milli virkra ákvarðanatökustíla og þess að hafa valið sér námsbraut. Greining á starfshugmyndum sýndi að nemendur skoruðu lágt, bæði haust og vor, á samtengingum, en hátt á aðgreiningum og er það fyllilega í samræmi við þroskastig þeirra.Við greiningu á starfshugmyndum var talningagrind (rep. test grid) notuð, en þeirri aðferð er lýst framar í greininni. Þegar skoðaðar voru framfar- ir yfir veturinn, kom í ljós að aðgreining minnkaði hjá fræðsluhópunum tveimur, en samtengingar jukust hjá þeim hópi sem fékk hugtakamiðaða fræðslu. Þar sem upp- hafsstaða um haustið var ólík hjá hópunum6, mældist þó ekki marktækur munur á þessum þáttum um vorið, en breytingarnar yfir árið eru marktækt ólíkar. Að síðustu skal hér greint frá því hvernig nemendur mátu þá aðstoð sem þeir fengu í 10. bekk við námsvalið og við að gera sér hugmyndir um sig sjálfa í fram- tíðinni. Nemendur voru beðnir um að skoða fullyrðingar um undirbúning fyrir náms- og starfsval og kveða síðan upp úr um hversu sammála þeir voru fullyrðing- unni. Þess var gætt að orðalag spurninganna gæti jafnt átt við þá sem voru í náms- og starfsfræðslu, sem hina. í stuttu máli má segja að umtalsverður munur mældist á milli fræðsluhóps og samanburðarhóps á mörgum þáttum. Nemendur úr saman- burðarhópi eiga erfiðara með að átta sig á bæklingnum Nám að loknum grunnskóla. Það sem þeir lærðu um störf hjálpaði þessum hópi síður að gera upp hug sinn um starf sem þeir gætu hugsað sér að vinna í framtíðinni. Þá hafa þeir hafa lært minna en hinir um áhuga sinn varðandi nám og störf og um störf sem þeir gætu stundað í framtíðinni. Þá mátu þeir það svo að þeir hafi mun síður en hinir lært aðferðir í ákvarðanatöku sem hjálpa þeim við að gera upp hug sinn varðandi nám eftir grunnskóla. Þessi lýsandi munur er birtur í töflu 5. 6 Samanburðarhópurinn var mun hærri á samtengingu og lægri á aðgreiningu að hausti. 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.