Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 52
SKILAR NÁMS- OG STARFSFRÆÐSLA ÁRANGRI
Nemendur voru einnig spurðir að því hvort það sem þeir hefðu lært í vetur um
nám hefði hjálpað þeim að gera upp hug sinn um nám eftir framhaldsskóla. Þar
kom fram munur í svörum, þarmig að færri nemendur í samanburðarhópi voru
sammála, þó að ekki mældist munurinn marktækur. Það var og athyglisverð niður-
staða að 20% nemendahópsins sagðist eiga erfitt með að átta sig á bæklingnum Nátn
að loknum grunnskóla.
UMRÆÐA
Þessi rannsókn sýnir að nemendur sem fá náms- og starfsfræðslu eru ákveðnari um
námsbraut að vori og þeir hafa aflað sér víðar upplýsinga um nám. Nemendur í
náms- og starfsfræðslu hafa betri þekkingu á líklegu framtíðarstarfi að fræðslu lok-
inni og þeir hafa aflað sér mun meiri upplýsinga um líklegt framtíðarstarf. Nem-
endur sem ekki fá náms- og starfsfræðslu segjast eiga erfiðara með að taka ákvörð-
un og framfarir eru greinilegar hjá fræðsluhópnum í skipulagningu hugsunar um
störf. Þá voru nemendur þeirrar skoðunar að fræðslan sem þeir fengu um nám,
störf og ákvarðanir um veturinn hefði komið að gagni við að gera sér áætlanir um
nám og störf í framtíðinni. Því styður þessi rannsókn erlendar rannsóknarniður-
stöður sem sýna að náms- og starfsfræðsla ber árangur í fjölmörgum þáttum.
Þannig getum við sagt að náms- og starfsfræðslan nái þeim markmiðum sem stefnt
er að, þó að ugglaust megi gera betur.
Greining á starfshugmyndum leiddi í ljós að í fræðsluhópi lækkaði stig aðgrein-
ingar og er það í samræmi við erlendar rannsóknarniðurstöður (Bodden & Klein,
1972, Haase og fleiri, 1979, Cesari og fleiri, 1984, Neimeyer & Ebben, 1985). Skýring
á þessu er talin vera sú að upplýsingagjöf um nám styrkir væntingar til starfanna
og hugsunin verður einbeittari. Hópurinn sem fékk hugtakamiðaða fræðslu sýnir
meiri framfarir en hinir í samtengingum í hugsun um störf. Á þessu stigi má álykta
að áherslan í þessari aðferð á hugtakanám geti skýrt þennan mun, en hér er frekari
rannsóknar þörf á gögnunum til að túlka þennan mun til hlítar. Þessi rannsókn er
sú fyrsta, svo vitað sé, sem notar mælingu á starfshugmyndum til að mæla áhrif
náms- og starfsfræðslu hjá svo ungum einstaklingum. Þessar mælingar reynast vera
næmar á framfarir í fræðslu og rennir það stoðum undir að nýta þessa aðferð í
árangursmati í náms- og starfsfræðslu.
í þessari rannsókn kom fram að einkunnir hafa afgerandi áhrif á námsval og er
það í samræmi við það sem erlendar rannsóknir sýna. Þá var og athugað hvort
fræðsla hefði þau áhrif að nemendur með lágar einkunnir endurskoðuðu fyrirætl-
anir sínar í ljósi fræðslu um kröfur í framhaldsnámi. í ljós kom að svo er ekki og er
það í samræmi við rannsókn Hanson og Sander frá 1973 (Spokane & Oliver, 1983).
Líklegar skýringar gætu verið að framboð á námi hafi verið takmarkað fyrir þennan
hóp nemenda eða að upplýsingar um kröfur í framhaldsskólum liggi ekki á lausu.
Einnig er vel hugsanlegt að nemendur séu óraunsæir á getu sína. Þá má vera að
náms- og starfsfræðslukennurum finnist það viðkvæmt efni að fjalla um framtíðar-
möguleika nemenda með lágar einkunnir. Einnig er möguleg skýring að unga fólk-
inu sé vel ljóst að menntun er mikilvægt veganesti í framtíðarþjóðfélaginu og því
50