Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 53

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 53
GUÐBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR vilji það kappkosta að mennta sig. Þetta er einnig undirstrikað með því að 38% nemendanna stefna á sérfræðistörf, en einungis 14% fólks á vinnumarkaðinum í dag er í sérfræðistörfum. Ef til vill er hér því um óraunsæi að ræða eða þá það að unga fólkið er glöggskyggnt á það hvað framtíðarþjóðfélagið ber í skauti sér. Það kemur fram í rannsókninni að nemendur eru upp til hópa vissir og ánægðir með námsval sitt. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknarniðurstöður um ákvarðanir, sem sýna að fólk hefur tilhneigingu til að vera visst í sinni sök og ánægt með ákvörðun sína (Festinger, 1957, Brem, 1956, Knox & Inster, 1968 í Gleit- man, 1991). Því skiptir miklu að vera með inngrip í þetta ferli, bæði með skipulegri námsráðgjöf og náms- og starfsfræðslu, áður en að ákvörðunin er tekin. Athugun á ákvarðanatökustílum leiddi í Ijós að ekki verður breyting á þeim á þessu eina ári sem rekja má til fræðslu. Það er athyglisverð niðurstaða að tengsl eru á milli þess að hafa virkan ákvarðanatökustíl og að hafa ákveðið námsbraut í fram- haldsskóla. Þetta gæti bent til þess að gefa þyrfti þeim nemendum sérstaklega gaum í fræðslu og ráðgjöf um nám og störf sem beita óvirkum eða passívum að- ferðum í ákvarðanatöku. Það var og athyglisverð niðurstaða að fleiri nemendur sem eru virkir í ákvarðanatökustíl búa á höfuðborgarsvæðinu. Það væri í raun efni í aðra rannsókn að átta sig á því hvað hér býr undir, en ástæða er til að nefna að erlendar rannsóknir á ákvarðanatökustílum sýna að einstaklingar geta verið virkir í sumum aðstæðum og óvirkir í öðrum, þannig að ekki er hægt að alhæfa um virkni höfuðborgarbúa í ákvarðanatöku út frá þessum niðurstöðum. Þær rannsóknamiðurstöður sem hér greinir frá, sýna að náms- og starfsfræðsla skilar árangri og því er óhætt að mæla með því að allir nemendur eigi kost á slíkri fræðslu, ef ekki að gera hana að skyldugrein, a.m.k. í 10. bekk. En það er óneitanlega áhyggjuefhi að 26% nemendanna geti ekki sagt í maímánuði hvaða námsbraut þeir ætla á í framhaldsskóla, þó að vissulega standi fræðsluhópurinn betur að vígi. En það að 20% fræðsluhópsins, að ekki sé talað um 36% samanburðarhópsins hafi ekki lagt niður fyrir sér val á námsbraut í maí er ekki góð útkoma og gæti boðið heim flakki um námsbrautir eftir að í framhaldsskólann er komið. Sérstaklega er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu í ljósi breytinganna sem nýju námskrámar leiða til. Þær gera ráð fyrir því að valið á námsbrautinni sé afgerandi og ekki lengur möguleiki á sífelldri endurskoðun líkt og verið hefur í því námsvalskerfi sem við erum nú að ýta til hliðar. En þetta er efni sem kallar á langtímarannsókn á áhrifum náms- og starfsfræðslu. Þá kallar það á úrbætur að svo mörgum nemendum skuli ganga erfiðlega að skilja bæklinginn Nám að loknum grunnskóla, en þriðjungur nemenda sem enga fræðslu fengu er ósammála því að það sé auðvelt að finna upplýsingar um nám í honum og eru þetta þó þeir nemendur sem ætla má að finni hjá sér þörf til að leita þar upplýsinga. Fleiri umbætur mætti nefna, svo sem eins og að koma mun meira skipulagi á fræðslu og ráðgjöf um nám og störf í anda þess sem Bandaríkjamenn eru nú að innleiða í sitt skólakerfi og kalla comprehensive guidance programme. Þar er unnið skipulega eftir áætlunum og sérstaklega hugað að tímaþætti þessarar vinnu með það að leiðarljósi að hún nái til allra nemenda. Margir eru kallaðir að þessu verkefni sem náms- og starfsvalið er, og því er það alhliða eða comprehen- sive. Náms- og starfsfræðslan skilar árangri hér á landi sem annars staðar og er það 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.