Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 66
STEFNUR OG STRAUMAR Í NÁTTÚRUFRÆ.ÐIMENNTUN
Meðvitað nám (metacognition)
Bekkjarstjórnun (classroom management)
Kennslumagn (quantity of instruction)
Samskipti kennara og nemenda
(student/teacher social interactions)
Bekkjarandi (classroom climate)
Áhrif jafningjahópa (peer group influences)
2.08
2.07
2.02
2.02
2.01
2.00
Tækifæri til meðvitaðs náms (hvernig nemendur skipuleggja, fylgjast með, prófa, endur-
skoða og meta, beita sjálfsaga og einbeita sér) skipta miklu máli. Einnig skiptir máli að
kennsla, kennslustofur og kennsluáætlanir séu vel skipulagðar, og að tími til náms sé
nægilegur og nýtist vel, bæði í skóla og heima. Kennslustofur þar sem samvinnuandi er
sterkur og unnið er að sameiginlegum markmiðum eru mjög mikilvægar fyrir árangurs-
ríkt nám. Einnig kom sterklega fram að væntingar jafningja skipta miklu máli. Það er
eftirtektarvert að þetta eru sömu áhersluatriði og hugsmíðahyggjan byggir á, og var hún
þó ekki áberandi í umræðunni á þeim tíma þegar grunnrannsóknirnar voru gerðar.
Baird (1986) og Hennessey (1999) hafa bæði gert athuganir í kennslustofum á
meðvituðu námi. Baird komst að því að nemendur á framhaldsskólastigi geta fylgst
með og stýrt eigin námi en ýmis atriði, eins og námskrá sem er of stýrandi, kenn-
aravæntingar varðandi þátttöku nemenda, kennsluáætlanir og bekkjarstjórnun geta
unnið gegn því. Hennessey framkvæmdi rannsóknir sínar í barnaskóla og komst að
því að meðvitað nám er mögulegt meðal ungra krakka.
Það hefur verið von margra að náttúrufræðinám geti eflt rökhugsun, ekki síst
vegna kenninga Piaget um þróun rökhugsunar og eðli náttúruvísinda. Mismunandi
leiðir hafa verið farnar í rannsóknar- og þróunarstarfi um rökhugsun. Vonir eru
bundnar við langtíma rannsóknarverkefni, CASE (Cognitive acceleration in science
education), sem unnið hefur verið að á Bretlandi undanfarna tvo áratugi. Rann-
sóknin hófst þegar Shayer og Adey (1981) ákváðu að meta rökhugsunarfærni skv.
Piaget og bera hana saman við þær kröfur um rökhugsun sem gerðar voru í því
náttúrufræðinámsefni sem notað var og þeirri námskrá sem þá var stuðst við.
Rannsóknin leiddi í ljós að nemendur voru oftast ekki í stakk búnir að takast á við
þær kröfur um rökhugsun sem náttúrufræðinámsefnið kallaði á. í staðinn fyrir að
breyta námskránni, sem kannski hefðu verið eðlileg viðbrögð, ákváðu Shayer og
Adey að búa til verkefnapakka (Intervention), sem er þannig uppbyggður að börn-
um á aldrinum 11-14 ára er kennt eftir honum á tveggja vikna fresti, allt að 15-16
verkefni á ári, í tvö ár. Æskilegt er að kennarar fari á námskeið um efnið og auk
þess fær hver skóli sérstakan stuðning.
Fimm forsendur liggja til grundvallar uppbyggingar kennslu CASE-pakkans og
eru þær byggðar á hugmyndum bæði frá Piaget og Vygotsky (Tafla 2). Verkefni
sem stuðla að eflingu rökrænnar hugsunar hafa verið að þróast smám saman í takt
við þróun kenninganna sem að baki búa (Adey 1999). Dæmi um viðfangsefni sem
tekin eru fyrir eru breytur og samband þeirra, hlutföll (proportionality) og tíðni.
Fyrst var gerð samanburðartilraun á árunum 1984-87, og þegar jákvæðar niður-
stöður lágu fyrir, var farið út í frekari þróun.
64