Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 69
M. ALLYSON MACDONALD
ingalistarnir voru síðan settir í umslag til geymslu. Viðtöl voru tekin við alla áður
en skólaárið hófst og svo aftur í lokin þegar svör við spurningalistanum voru skoð-
uð. Einnig fylgdist Lederman með einni kennslustund hjá hverjum kennara í viku
hverri og rætt var lítillega við kennara. Hann fékk allt kennsluefni allra bekkja í
hverri viku. í lok skólaársins tók Lederman viðtöl við 50 nemendur, sem valdir
voru af handahófi, 10 úr hverjum kennsluhóp, um skilning þeirra á eðli vísinda.
Einnig safnaði hann gögnum um námsárangur.
Ein helsta niðurstaða rannsóknarinnar var að þó að kennarar hefðu góðan
skilning á eðli vísinda var ekki þar með sagt að það kæmist til skila í kennslu þeirra.
Ljóst var að það var mikill munur milli þeirra tveggja sem voru með minna en 5 ára
kennslureynslu og hinna þriggja sem voru með allt að 15 ára reynslu. Síðamefndi
hópurinn notaði miklu fleiri verkleg verkefni og þeir kennarar lögðu kapp á að hafa
þetta skemmtilegt og að vekja áhuga nemenda. Þeir vildu geyma það sem var erfitt
eða óhlutbundið þangað til „síðar." Vilji kennara til að bjóða upp á áhugaverða
kennslu skilaði sér vel en ljóst var að kennarar höfðu ekki neinn sérstakan vilja til að
kenna um eðli vísinda þrátt fyrir skilning. Bekkjarstjórnun var miklu meira mál fyrir
reynsluminni kennara. í nemendaviðtölum kom í ljós að eingöngu fjórir nemendur af
50 voru búnir að ná þeim skilningi um eðli náttúruvísinda sem mælt er með í inni-
haldsvísunum. Einnig var athyglisvert að þó að hvert sveitarfélag hefði eigin nám-
skrá í náttúrufræði voru kennarar ekki með nein fyrirmæli um að fylgja þeim eftir í
kennslu. Lederman mælir með að þróaðar verði fleiri hagnýtar leiðir í kennslu á eðli
náttúruvísinda. En reynsluminni kennarar þurfi þó fyrst að komast yfir vandamál
sem tengjast bekkjarstjórnun eigi þeir að ná árangri á öðrum sviðum kennslunnar.
Árin 1994-95 var gerð viðamikil könnun á því sem var að gerast í bandarískum
kennslustofum (U.S. Department of Education 1999). Höfundar skýrslna um þá
könnun benda á að upplýsingar sem þar fengust gætu nýst sem grunnviðmiðanir
fyrir ýmis áform sem þá var nýlega farið að hrinda í framkvæmd. Tölulegum upp-
lýsingum er oftast skipt eftir kennslu í tungumálum, stærðfræði, náttúrufræði og
samfélagsgreinum. Þar að auki er tekið fram að í námsvísunum og í rannsóknarnið-
urstöðum hafi verið lögð áhersla á fjögur atriði:
1. nýjar hugmyndir um hlutverk kennara og nemenda í námi og notkun
samvinnunáms
2. notkun margs konar námsgagna sem eru ekki einungis á prenti og
notkun samskiptatækni í námi
3. námsathafnir í skólum og heima sem auka rökhugsun
4. fjölbreytni í námsmati
Þegar grannt var skoðað kom í ljós að það voru meiri líkur á því að kennarar sem
hafa verið í framhaldsnámi taki upp breytta kennsluhætti í takt við þau atriði sem
nefnd voru hér að framan. Sama gildir um þá sem nýlega hafa nýtt sér símenntun-
armöguleika.
En hvers konar framhaldsnám eða símenntun er í boði? Jones, Rua og Carter (1998)
héldu námskeið til að aðstoða kennara við að skilja hefðbundna eðlisfræðiþætti:
varma, ljós, hljóð og rafmagn. Fjórtán kennarar komu saman í heila önn þrjá tíma á
67