Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 70
STEFNUR O G STRAUMAR Í NÁTTÚRUFRÆÐIMENNTUN
viku. Kennurunum var skipt í sjö pör þar sem annar kennarinn hafði kennt í meira
en 5 ár, hinn skemur.
Kennslufræðin grundvallaðist á kenningum Vygotskys um þroskasvæði og
tákn og verkfæri sem námsmiðlara (mediators of learning) (sjá rammagrein 1).
Vygotsky talaði um nám byggt á félagslegum samskiptum og samkomulagi (soci-
ally negotiated learning) en Rogoff 1995 (vitnað til í Jones o.fl. 1998) útfærði þetta
enn frekar og stakk upp á námi og samskiptum milli jafningja (participatory ap-
propriation) og á námi milli meistara og lærlings (cognitive apprenticeship), þar
sem sambandið byggist á því að sá sem lærir fái svigrúm til að „byggja eigin bygg-
ingu" en þurfi samt stuðning, m.a. með því að kynnast nýjum hugtökum.
Rartnsóknarspurningar hjá Jones o.fl. (1998) voru um
- hvort jafningjasamskipti geti leitt til aukins skilnings
- hvort hægt væri að finna námsframför í þroskasvæði og
- hverjir væru námsmiðlarar í símenntunarnámskeiði.
Kennslufyrirkomulag var byggt á námshringnum („the learning cycle", sjá t.d.
Rubba 1992) og voru eftirfarandi efnisþættir á dagskrá á þriggja vikna fresti:
að kanna þekkingu og skilning kennara
að fá kennara til að kanna hugmyndir nemenda
að stunda verklegt nám og nota vísindaleg vinnubrögð
að lesa um þróun hugmynda nemenda um viðkomandi viðfangsefni
að ræða um viðfangsefni við vísindamenn
að veita fræðslu um röðun viðfangsefna og þróun kennsluleiða
Kennaramir samþykktu að vera með upptökutæki allan tímann sem þeir voru í
námi. Með þessu móti voru teknar upp 30 klst. samræður fyrir hvert par.
Upplýsinga um forþekkingu kennara var aflað með hugtakakortum (concept
maps; sjá t.d. Mason 1992). Jafnframt var fylgst með þróun hugmynda með athug-
unum á dagbókum og sýnis- eða verkmöppum (portfolio materials).
Ljóst var út frá breytingum á hugtökum og hugtakatengslum sem komu fram á
hugtakakorti að skilningur kennara óx marktækt, nema í námsþáttum um hljóð.
Samskipti höfðu mikil áhrif á nám kennaranna. Könnun á hugmyndum nemenda
hvatti kennara til að hugsa um eigin hugmyndir og einnig höfðu greinalestur og
verkleg vinna áhrif á nám kennara. Þeir sem unnu í pörum lærðu hvor af öðrum í
öllum tilfellum nema einu, þar sem menningarmunur var líklega of mikill. í einu
pari var annar kennarinn með miklu meiri þekkingu á kennslufræði en hinn með
meiri vísindaþekkingu og gekk það vel.
Niðurstöður rannsóknahópsins voru að
- hugmyndir urðu skiljanlegar og nothæfar (became internalised)
- könnun á hugmyndum nemenda virkaði sem tæki (sbr. Vygotsky)
- jafningjakennsla efldi skilning hugtaka
- þroskasvæðin voru byggð upp og urðu stærri en vænta mátti með greina-
lestri, könnunum á hugmyndum nemenda, samskiptum með leiðbeinend-
um námskeiðsins og áhöldum sem notuð voru í athugunum.
68