Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 70

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 70
STEFNUR O G STRAUMAR Í NÁTTÚRUFRÆÐIMENNTUN viku. Kennurunum var skipt í sjö pör þar sem annar kennarinn hafði kennt í meira en 5 ár, hinn skemur. Kennslufræðin grundvallaðist á kenningum Vygotskys um þroskasvæði og tákn og verkfæri sem námsmiðlara (mediators of learning) (sjá rammagrein 1). Vygotsky talaði um nám byggt á félagslegum samskiptum og samkomulagi (soci- ally negotiated learning) en Rogoff 1995 (vitnað til í Jones o.fl. 1998) útfærði þetta enn frekar og stakk upp á námi og samskiptum milli jafningja (participatory ap- propriation) og á námi milli meistara og lærlings (cognitive apprenticeship), þar sem sambandið byggist á því að sá sem lærir fái svigrúm til að „byggja eigin bygg- ingu" en þurfi samt stuðning, m.a. með því að kynnast nýjum hugtökum. Rartnsóknarspurningar hjá Jones o.fl. (1998) voru um - hvort jafningjasamskipti geti leitt til aukins skilnings - hvort hægt væri að finna námsframför í þroskasvæði og - hverjir væru námsmiðlarar í símenntunarnámskeiði. Kennslufyrirkomulag var byggt á námshringnum („the learning cycle", sjá t.d. Rubba 1992) og voru eftirfarandi efnisþættir á dagskrá á þriggja vikna fresti: að kanna þekkingu og skilning kennara að fá kennara til að kanna hugmyndir nemenda að stunda verklegt nám og nota vísindaleg vinnubrögð að lesa um þróun hugmynda nemenda um viðkomandi viðfangsefni að ræða um viðfangsefni við vísindamenn að veita fræðslu um röðun viðfangsefna og þróun kennsluleiða Kennaramir samþykktu að vera með upptökutæki allan tímann sem þeir voru í námi. Með þessu móti voru teknar upp 30 klst. samræður fyrir hvert par. Upplýsinga um forþekkingu kennara var aflað með hugtakakortum (concept maps; sjá t.d. Mason 1992). Jafnframt var fylgst með þróun hugmynda með athug- unum á dagbókum og sýnis- eða verkmöppum (portfolio materials). Ljóst var út frá breytingum á hugtökum og hugtakatengslum sem komu fram á hugtakakorti að skilningur kennara óx marktækt, nema í námsþáttum um hljóð. Samskipti höfðu mikil áhrif á nám kennaranna. Könnun á hugmyndum nemenda hvatti kennara til að hugsa um eigin hugmyndir og einnig höfðu greinalestur og verkleg vinna áhrif á nám kennara. Þeir sem unnu í pörum lærðu hvor af öðrum í öllum tilfellum nema einu, þar sem menningarmunur var líklega of mikill. í einu pari var annar kennarinn með miklu meiri þekkingu á kennslufræði en hinn með meiri vísindaþekkingu og gekk það vel. Niðurstöður rannsóknahópsins voru að - hugmyndir urðu skiljanlegar og nothæfar (became internalised) - könnun á hugmyndum nemenda virkaði sem tæki (sbr. Vygotsky) - jafningjakennsla efldi skilning hugtaka - þroskasvæðin voru byggð upp og urðu stærri en vænta mátti með greina- lestri, könnunum á hugmyndum nemenda, samskiptum með leiðbeinend- um námskeiðsins og áhöldum sem notuð voru í athugunum. 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.