Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 80

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 80
TÍU ÁRA BÖRN STANDA VEL AÐ VÍGI Meginspurningar í rannsókninni voru: Hvað eiga norræn tíu ára börn sam- eiginlegt og hvað skilur þau að er snertir daglegt líf, þætti hjá þeim sjálfum og í um- hverfi sem vekja með þeim styrk eða stofna þeim í hættu? Hvað kemur í ljós um þetta þegar sjónum er beint að heilum hópum barna, í almennri athugun meðal barna, á aldri sem af mörgum hefur verið talinn tími jafnvægis og hefur því ekki verið rannsakaður jafnmikið og aðrir aldurshópar barna? Hvernig meta foreldrar, kennarar og börnin þessi atriði? Sjá má af þessu að rannsóknin var fjölþætt. Hér verður gerð grein fyrir nokkrum atriðum hennar. Fjallað verður stuttlega um norrænan samanburð á einstaklingsbundnum þátt- um hjá börnunum. Síðan er gerð grein fyrir athugun á áhyggjum íslensku barnanna og leiðum þeirra til lausna þegar þau þarfnast aðstoðar. í ljós kom m.a. að íslensku börnin standa að mörgu leyti vel að vígi og að áhyggjur þeirra virðast bera keim af aðstæðum sem leiða má rök að að séu séríslenskar. Nú verður vikið að fræðilegum grunni og tilhögun samanburðarrannsóknarinnar. FRÆÐILEG UMGJÖRÐ Almennt hefur verið talið að félagslegir og sálrænir erfiðleikar stafi af óheppilegu fjölskylduumhverfi og/eða eigi sér einstaklingsbundnar, jafnvel erfðafræðilegar rætur. Nú er viðurkennt að myndin af áhrifaþáttum er flóknari en svo. Síðari ára- tuga heildarsýn varðandi samverkandi þætti, rannsóknir á æviferli og langtíma- rannsóknir, allt hefur þetta breytt fyrri skilningi um afgerandi vægi bernskuáhrifa á sálræna og félagslega líðan einstaklinga. Þetta byggir m.a. á rannsóknum á samspili verndandi þátta og áhættuþátta. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhættuþátt- um og þáttum sem verða börnum til verndar félagslega og sálrænt þegar þau mæta andstreymi (Andersson og Magnusson 1985, Bergman og Magnusson 1983, Ceder- blad o. fl. 1988, Dahlin og Cederblad 1986, Garmezy og Rutter 1983, Jonsson 1969, Ogden 1991, Rutter 1990, Rydelius og Zetterström 1986, Sigvardsson o.fl, 1987, Stattin o.fl. 1986, Sundelin Wahlsten 1991, Tracy 1990) en þær hafa oftar en ekki far- ið fram á meðal barna sem alast upp í skilgreindu vandamála- og áhættuumhverfi og/eða hafa sýnt tiltekin einkenni í hegðun eða á geði. Undantekningar eru þó frá þessu (Magnusson o. fl. 1975). Hugtakið færni vísar til margra ólíkra þátta, en ráð við mótlæti (coping with stress) er færni í þrengri skilningi orðsins. Ráð við mótlæti er færni sem „vaknar" við andstreymi og er þannig ein tegund færni. Athuganir á færni í þessum skilningi byggja á margs konar kenningum og einkum á nokkrum undirgreinum sálarfræð- innar og sálsýkiskenningum (Michelson o.fl. 1983, Osterich 1986, Bronfenbrenner 1979,1983, Garmezy og Rutter 1983). í rannsókninni var litið til almennra félagslegra aðstæðna fjölskyldnanna, áhrifa umhverfisþátta, færni barnanna og mikilvægra breytinga á lífi þeirra. Margþætt samspil þátta og atvika frá fortíð og nútíð hefur áhrif á þroska barna og reynt er að skilja hvernig þessu er varið (Farran og Cooper 1986, Luthar 1993). Breytingar í lífi barna hafa mismunandi tilfinningaleg og félagsleg áhrif. Þær sem á ytra borði virð- ast sams konar styrkja og viðhalda reynslu, atferli og líðan sumra einstaklinga en 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.