Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 80
TÍU ÁRA BÖRN STANDA VEL AÐ VÍGI
Meginspurningar í rannsókninni voru: Hvað eiga norræn tíu ára börn sam-
eiginlegt og hvað skilur þau að er snertir daglegt líf, þætti hjá þeim sjálfum og í um-
hverfi sem vekja með þeim styrk eða stofna þeim í hættu? Hvað kemur í ljós um
þetta þegar sjónum er beint að heilum hópum barna, í almennri athugun meðal
barna, á aldri sem af mörgum hefur verið talinn tími jafnvægis og hefur því ekki
verið rannsakaður jafnmikið og aðrir aldurshópar barna? Hvernig meta foreldrar,
kennarar og börnin þessi atriði? Sjá má af þessu að rannsóknin var fjölþætt. Hér
verður gerð grein fyrir nokkrum atriðum hennar.
Fjallað verður stuttlega um norrænan samanburð á einstaklingsbundnum þátt-
um hjá börnunum. Síðan er gerð grein fyrir athugun á áhyggjum íslensku barnanna
og leiðum þeirra til lausna þegar þau þarfnast aðstoðar. í ljós kom m.a. að íslensku
börnin standa að mörgu leyti vel að vígi og að áhyggjur þeirra virðast bera keim af
aðstæðum sem leiða má rök að að séu séríslenskar.
Nú verður vikið að fræðilegum grunni og tilhögun samanburðarrannsóknarinnar.
FRÆÐILEG UMGJÖRÐ
Almennt hefur verið talið að félagslegir og sálrænir erfiðleikar stafi af óheppilegu
fjölskylduumhverfi og/eða eigi sér einstaklingsbundnar, jafnvel erfðafræðilegar
rætur. Nú er viðurkennt að myndin af áhrifaþáttum er flóknari en svo. Síðari ára-
tuga heildarsýn varðandi samverkandi þætti, rannsóknir á æviferli og langtíma-
rannsóknir, allt hefur þetta breytt fyrri skilningi um afgerandi vægi bernskuáhrifa á
sálræna og félagslega líðan einstaklinga. Þetta byggir m.a. á rannsóknum á samspili
verndandi þátta og áhættuþátta. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhættuþátt-
um og þáttum sem verða börnum til verndar félagslega og sálrænt þegar þau mæta
andstreymi (Andersson og Magnusson 1985, Bergman og Magnusson 1983, Ceder-
blad o. fl. 1988, Dahlin og Cederblad 1986, Garmezy og Rutter 1983, Jonsson 1969,
Ogden 1991, Rutter 1990, Rydelius og Zetterström 1986, Sigvardsson o.fl, 1987,
Stattin o.fl. 1986, Sundelin Wahlsten 1991, Tracy 1990) en þær hafa oftar en ekki far-
ið fram á meðal barna sem alast upp í skilgreindu vandamála- og áhættuumhverfi
og/eða hafa sýnt tiltekin einkenni í hegðun eða á geði. Undantekningar eru þó frá
þessu (Magnusson o. fl. 1975).
Hugtakið færni vísar til margra ólíkra þátta, en ráð við mótlæti (coping with
stress) er færni í þrengri skilningi orðsins. Ráð við mótlæti er færni sem „vaknar"
við andstreymi og er þannig ein tegund færni. Athuganir á færni í þessum skilningi
byggja á margs konar kenningum og einkum á nokkrum undirgreinum sálarfræð-
innar og sálsýkiskenningum (Michelson o.fl. 1983, Osterich 1986, Bronfenbrenner
1979,1983, Garmezy og Rutter 1983).
í rannsókninni var litið til almennra félagslegra aðstæðna fjölskyldnanna, áhrifa
umhverfisþátta, færni barnanna og mikilvægra breytinga á lífi þeirra. Margþætt
samspil þátta og atvika frá fortíð og nútíð hefur áhrif á þroska barna og reynt er að
skilja hvernig þessu er varið (Farran og Cooper 1986, Luthar 1993). Breytingar í lífi
barna hafa mismunandi tilfinningaleg og félagsleg áhrif. Þær sem á ytra borði virð-
ast sams konar styrkja og viðhalda reynslu, atferli og líðan sumra einstaklinga en
78