Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 84

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 84
TIU ARA BORN STANDA VEL AÐ VIGI unarerfiðleika að stríða. Þetta hefur áður komið fram í rannsóknum. Niðurstöður okkar veita ekki fullnægjandi skýringar, en þær ættu að hvetja til þess að veita hlut- verki drengja og stúlkna í nútímasamfélögum aukna athygli. Kastljósið beinist þá ekki síst að framlagi skólans í því að móta drengi og stúlkur í ákveðið far. Hvað kom helst í ljós er litið var til íslensku barnanna og aðstæðna þeirra? Fjall- að verður um nokkur atriði og þá m.a. litið til hins norræna samanburðar. Ekki verða efninu gerð tæmandi skil í einni grein vegna umfangs rannsóknarinnar. JÁKVÆÐ ÚTKOMA ÍSLENSKU BARNANNA Fleira var líkt en ólíkt þegar niðurstöður um færni barnanna voru bornar saman milli landanna (Ogden 1998). Við samanburð var beitt einfaldri aðferð og stuðst við meðaltal og staðalfrávik. Þessi aðferð hefur þann veikleika að ekki er tekið tillit til mismunar á fjölda barna í hverju sveitarfélagi. Eftirfarandi færniþættir voru athug- aðir: félagsfærni, sjálfsmynd, orðskilningur, stjórnrót6, skapferli, staða og hegðun og afstaða til skóla og félagstengsl. Efnalegar aðstæður og fjölskylduhættir í sveitar- félögunum voru bornir saman og reyndust talsvert mismunandi en þrátt fyrir það var margt líkt með matinu á hegðun og færni barnanna. Þannig var meðaltal hvers þáttar að tveimur atriðum undanskildum aldrei hærra en sem svaraði hálfu staðal- fráviki milli hæsta og lægsta gildis. Munurinn á áðurnefndum útkomum var ekki einungis hverfandi lítill heldur var útkoman einnig jákvæð hvað mikinn meirihluta hópsins snerti. Það þýðir með öðrum orðum að færni og aðstæður íslensku barnanna voru góðar í mörgu tilliti og fyllilega sambærilegar við börn hinna landanna. Mat kennara, foreldra og barna á mikilvægum þáttum sem snerta þroska, uppvöxt, heilsufar og skólagöngu íslensku bamanna, þ.m.t. tengsl og samskipti þeirra við aðra var yfirleitt mjög jákvætt. Niður- stöður mælinga á færniþáttum sýndu í stuttu máli sagt að börnin stóðu vel að vígi eins og þetta er yfirleitt metið í rannsóknum af þessu tagi. Þannig var útkoma á kvörðunum sem mældu færniþætti (nefndir í upphafi þessa kafla) oft um og yfir 75% af hæstu mögulegu niðurstöðu. En há útkoma er jafnan talin jákvæð og merki um styrk barna. Hið sama átti við um svör um ofangreindar aðstæður (uppvöxt, heilsufar o.fl.). Vissulega stóð nokkur hópur höllum fæti og vísbendingar eru um mikla erfiðleika hjá u.þ.b. 5% barna, gróflega metið. Jákvætt mat kennara og góð hegðun I sumum tilvikum var útkoma íslensku barnanna nokkru betri en hinna. Þetta átti t.d. við um þætti er mældir voru með tveimur kvörðum sem eru til þess gerðir að kennarar svari spurningum um atriði er lúta að félagsfærni, og námslegri stöðu, hegðunarvanda í skóla og skapferli eða lundarfari barna (Gresham og Elliott 1990, Keogh o.fl. 1982). Umsjónarkennarar barnanna tóku með þessum hætti m.a. afstöðu til 18 atriða er snertu hegðun barnanna í skólastofunni. Ef til vill er ástæða til að vekja sérstaka athygli á þessu síðastnefnda. Sjá mynd á næstu síðu: 6 Stjórnrót er ísl. þýð. á enska hugtakinu locus of control. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.