Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 105

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 105
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR vitneskjan um okkar „félagslega sjálf" (Maccoby, 1980:267). Sú tilfinning að tilheyra hópi skapar öryggiskennd og auðveldar samskipti. Sé hins vegar litið niður á hópinn og hann vanmetinn í þjóðfélaginu, fylgir vanmáttarkennd hinu félagslega sjálfi. Kynþáttafordómar felast í meðvitaðri og ómeðvitaðri trú á að fólk af öðrum kynþáttum sé óæðra en fólk af manns eigin kynþætti. Um er að ræða sambland af mismunun og fordómum sem beinast að ákveðnum hópum. Kynþáttamismunun er tvenns konar. Annars vegar einstaklingsbundin og hins vegar stofnanabundin mis- munun sem veldur því að ákveðnir hópar bera skarðan hlut frá borði (Gollnick og Chinn, 1998:93). Ekki er ólíklegt að börn verði fljótt vör við kynþáttafordóma því að börn allt niður í 3ja ára vita um röðun fólks eftir litarhætti og kynþætti, þar sem hvítt fólk er efst í virðingarstiganum og svart fólk neðst (Siraj-Blatchford, 1994:4-5). Rannsóknir í Bretlandi (Biggs og Edwards, 1992:175; Ogilvy, Boath, Cheyne, Jahoda og Schaffer, 1990:10-11) hafa leitt í ljós að starfsfólk í leikskólum talar síður við böm frá Suður-Asíu og böm af afrískum uppruna en hvíta jafnaldra þeirra. Þetta hefur bæði verið skýrt með tungumálaerfiðleikum og kynþáttafordómum. Tunga og menn- ing tvítyngdra bama er þá ekki viðurkennd eins og sést þegar vitnað er til kertnara sem segja: „Ég kem eins fram við öll bömin" (Biggs og Edwards, 1992:161), það er að segja eins og þau séu öll hvít og tilheyri einungis einni menningu. Erlendar rannsóknir sýna að afstaða leikskólakennaranna til margbreytileikans meðal bamanna skiptir máli. Þar sem uppeldi og kennsla tvítyngdra bama gekk vel, einkenndist skólaandinn af því að litið var á ólíka menningu bamanna sem góðan kost til að auðga starfið (Reid, 1992:16-19). Þar sem böm eru mjög næm á umhverfi sitt verða þau fyrir miklum áhrifum af skoðunum og viðhorfum starfsfólks leikskólanna. Erlendis er talað um að kynþáttafordómar gegnsýri vestræn samfélög, þeir eiga sér langa sögu og fara oft leynt. Á íslandi hafa kynþáttafordómar lítið verið rannsakaðir en miðað við hve viðhorf okkar fara í mörgum greinum saman við gildismat annarra vestrænna landa er ekki ólíklegt að fordóma gætt einnig hér gagnvart öðrum þjóðum. Væntingar kennara hafa oft úrslitaáhrif á getu bamanna og litlar væntingar til tvítyngdra bama er talin ein helsta ástæða fyrir lélegri frammistöðu þeirra í skólum víða um heim. Námskrá og kennsluaðferðir skólans eru spegillinn sem nemendur nota þegar þeir eru að gera sér mynd af sér sem námsmönnum. Endurspegli uppeldis- fræði og námskrá skólans ekki mál þeirra og menningu, upplifa nemendurnir að þeir séu lítils virði og utangátta (Cummins, 1996:14). II. BÖRN í TVEIMUR MENNINGARHEIMUM Hér verður dregin upp mynd af þremur leikskólabörnum sem eru útlend í aðra ættina og íslensk í hina. Nöfnum barnanna og foreldra þeirra svo og staðháttum hefur verið breytt til að tryggja leynd þátttakenda. Kristín Ómarsdóttir er 5 ára gömul, dökkhærð, lagleg telpa með hálfsítt hár. Hún á tælenska móður sem kölluð er Nan og íslenskan föður að nafni Ómar Sigurðsson. Ómar er ljósmyndari og Nan vinnur í verslun. Kristín er fædd á íslandi og foreldrar hennar hafa búið hér í 6 ár. Lárus Bjarnason á franska móður, Marie sem er kennari að mennt. Faðir Lárusar 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.